Fimmtudagur, 10. maí 2007
Græddu þeir þá 15 milljónir á skattsvikum?
Ég verð að játa að ég skil ekki þessa frétt mbl.is. Samtals eru mennirnir dæmdir til að greiða 6,4 milljónir króna í sekt, fyrir að hafa ekki staðið skil á samtals 40 milljónum króna í skatt. Áður höfðu hinir sekur greitt 19 milljónir.
Þetta þýðir að hinir sekur græddu nær 15 milljónir króna á því að standa ekki skil á opinberum gjöldum. Annað hvort er mbl.is ekki að segja alveg rétt frá og nákvæmlega eða það borgar sig samkvæmt dómnum að stunda undanskot.
Dæmdir til að greiða sekt vegna skattalagabrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Skattar eru ekki 100% eða þannig las ég þetta. 40 milljónirnar voru tekjurnar. 19 milljónirnar skatturinn og dómurinn þá vextir og refsingin sem því fylgdi að gefa ekki upp tekjurnar og borga því enga skatta af þeim. Skattalagabrotið er dæmt út frá útreiknuðum tekjuskatti en ekki fjármagnstekjum sýnist manni.En auðvitað mætti þetta vera skýrar í fréttinni.
Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 18:02
Ég hef nú alltaf skilið lögin þannig að sekt er eitt og ef það er sannað að þú stalst þá áttu líka að borga það þannig að þá þarf að endurgreiða allt sem þú stalst og sektina að auki. eða er það rangt hjá mér ?
Egill (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 20:22
Eins og fréttin er sett fram er svo að skilja að um sé að ræða 15 milljónir í plús. Annars taldi ég mig hafa lesið það í gegnum svipaða dóma að sektin væri lágmark tvöfalt undanskotið.
Ragnar Bjarnason, 10.5.2007 kl. 21:31
Talandi um skattsvikamál þá eru þetta ´"pínöts" miðað svindl Geirs Haarde. Sá hefur þyngt byrðar allra nema þeirra sem allra mest hafa milli handa - og kallar það "skattalækkun". Vonandi fá Geir og Sjálfstæðisflokkurinn réttlátan dóm 12. maí.
Þeir sem vilja sjá hvernig málið var upplýst geta t.d. lesið skrif Indriða H. Þorlákssonar, fyrrverandi ríkisskattsstjóra:
"Stefán Ólafsson, prófessor hefur haldið því fram að skattbyrðin hafi aukist og mest á tekjulægstu hópana. Í greinum sem Indriði birtir á bloggsíðu sinni staðfestir hann þetta og vísar til þess að tekjuskattur einstaklinga hafi hækkað - sem hlutfall af þjóðarkökunni á árinum 1990 til 2004. Innan OECD lækkaði þetta hlutfall. Tekjuskatturinn hefur einnig hækkað sem hlutfall af rauntekjum þegar litið er til síðustu 20 ára "Í ljósi framangreindra staðreynda er ekki um það að deila að skattar hafa hækkað hér á landi og skattbyrði aukist á síðustu tveimur áratugum," - skrifar Indriði. Stjórnvöld hafa borið því við að kaupmáttur hafi aukist mikið og til þess verði að horfa þegar skattbyrði er metin. Indriði gefur ekki mikið fyrir þau rök - og bendir á að einstaklingar sjái á eftir stærri hluta af kaupmætti tekna sinn til hins opinbera en áður var - sem þýði að skattbyrðin hefði aukist. Niðurstaðan er sú að menn hafi ekki staðið við að lækka skatta - segir Indriði: ".. boðaðar skattalækkanir með breytingum á skattalögum á undanförnum árum hafa ekki skilað sér. (..) Loforð um lækkun skattbyrði með breytingum á skattalögum eru í eðli sínu marklaus.""
Meira hér: http://visir.is/article/20070510/FRETTIR01/70510097/-1/FRETTIR
Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.