Steingrímur og Ingibjörg vilja ekki gagnrýna auðmenn og forðast umræðu um lífeyrismál stjórnmálamanna

Kappræður formanna stjórnmálaflokkanna í Sjónvarpinu voru merkilegar fyrir tvennt.

Annars vegar vildu hvorki Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eða Steingrímur J. Sigfússon, gagnrýna að auðmenn blönduðu sér beint í kosningabaráttuna, með því að kaupa auglýsigar í útbreiddustu dagblöðum landsins. Og hins vegar er greinilegt að umræða um eftirlaunaréttindi alþingismanna er  erfið fyrir formenn vinstri flokkanna.

Nú skiptir í sjálfu sér engu hvaða álit menn hafa á auglýsingu Jóhannesar Jónssonar kaupmanns sem birtist í Morgunblaðinu, Fréttablaðinu og Blaðinu í dag. Fyrir kjósendur hlýtur það að vera sérstaklega eftirtektarvert (ekki síst fyrir þá sem leita eftir stjórnmálamönnum sem eru sjálfum sér samkvæmir), að hvorki Ingibjörg Sólrún né Steingrímur J. gagnrýndu það að auðmaður væri að kaupa auglýsingar til að hafa áhrif á kjósendur.

Hefði auglýsing Jóhannesar verið með öðrum hætti s.s. bein áskorun til kjósenda að tryggja að ríkisstjórnin héldi velli, er öruggt að viðbrögð formanna vinstri flokkanna hefðu orðið önnur. Þá hefði verið rætt um það hversu ógeðfellt það væri að auðmenn væru að blanda sér inn í lýðræðislegt ferli og þá hefði verið þess krafist að sett yrðu lög til að koma í veg fyrir að auðmenn gætu með beinum hætti blandað sér í stjórnmálabaráttuna. Þau hefðu bæði haft mörg orð og mikil um hættuna sem lýðræðinu stafaði af auðvaldinu, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði gert kleift að blómstra.

Ástæða þess að lífeyrismál alþingismanna og ráðherra eru jafnerfið og raun ber vitni fyrir Ingibjörgu Sólrúnu og Steingrím er einföld; Steingrímur og Össur Skarphéðinsson áttu frumkvæðið að setningu laganna. Það voru þeir sem óskuðu eftir því að lífeyrisréttindi alþingismanna yrðu endurskoðuð með það að markmiði að bæta þau verulega. Mér er það óskiljanlegt afhverju ráðherrar Framsóknar eða Sjálfstæðisflokks hafa ekki bent kjósendum á þessa staðreynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Er það bara hið best mál að ALLIR sem eru ósáttir við BB striki hann út?
Þar með skila þau atkvæði sér til xD eða eru ógild að öðrum kosti

Grímur Kjartansson, 11.5.2007 kl. 22:10

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ekki man ég eftir að hafa heyrt sjálfstæðismenn bera sér orðið "auðmaður", jafnoft í munn (eða blogg) eins og í dag. Meðfætt og andstyggilegt innræti mitt býður mér upp á skilninginn: "ekki er ævinlega sama auðmaður og auðmaður". Gæti líka verið: "Ekki er auðmaður auðmaður nema Jóhannes í Bónus sé".

Hvað segir þú um þetta frændi sæll? 

Árni Gunnarsson, 12.5.2007 kl. 00:17

3 identicon

Sammála síðasta ræðumanni! Hvað er þetta með þetta auðmanna tal ?

Getur Óli Björn sagt okkur hvenær maður verður auðmaður?

Er Finnur Ingólfsson auðmaður eftir viðskipti sín við ríkið ?
Er Halldór Ásgríms auðmaður eigandi þennan kvóta og fín viðskipti við ríkið?
Bara svona svo dæmi sé tekið. Þeir eru væntanlega margir auðmennirnir á Íslandi. Væri samt fínt að fá það á hreint hvaða upphæð menn þurfa að ná til að fá titilinn auðmaður.

Andri Valur (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 02:53

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, við erum víða auðmenn landsins    þið hljótið nú að fatta hvað Óli á við  en það eru til ýmiskonar auðmenn það vitum við, ég helblá sjálfstæðiskonan, öryrki með meiru og 7 barna móðir og amma er auðmaður á minn hátt. Vonum að hægri hliðin haldist sterk. Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 12.5.2007 kl. 13:08

5 Smámynd: Hermann Ragnarsson

fuglafræðingur hafði dvalið við mývatn heilt sumar að skoða endur og hafði lært    nöfn þeirra á íslensku, straumendur,húsendur og svo fr.í rútunni til akureyrar var útvarp í gangi og kosningaumræður og oft sagt háttvirtir kjósendurog hann spurði rúrubílstjórann hvurnin endur það væru.það eru ekki endur það eru hænsnfuglar svaraði bílstjórinn.sögum. stefán jónsson fréttam.

Hermann Ragnarsson, 12.5.2007 kl. 17:53

6 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Í dag eru gulir blýantar mjög áhrifamiklir en ekki á morgun!!

Benedikt Halldórsson, 12.5.2007 kl. 18:27

7 identicon

Gott að rifja upp þátt Steingríms og Össurar. Rétt eins og fleiri fá þeir "alzheimer light" köst.

Róbert Trausti (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband