Ný ríkisstjórn - Ný viðreisn

Ríkisstjórnin hélt velli í kosningunum, en vegna útkomu Framsóknarflokksins er útilokað að Geir H. Haarde telji pólitískar forsendur fyrir því að halda samstarfinu áfram. EKki frekar en Davíð Oddsson taldi rétt fyrir tólf árum að lengja líf Viðeyjarstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks.

Enginn forsætisráðherra er tilbúinn til að vera fangi eins þingmanns eins og Geir Haarde yrði ef samstarf Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks yrði framlengt. Geir mun aldrei koma sér í þá stöðu að eiga eitthvað undir vinstri sinnuðum þingmönnum Framsóknar. Bjarni Harðarson, nýr þingmaður framsóknarmanna í Suðurkjördæmi, er t.d. ekki þingmaður sem formaður Sjálfstæðisflokksins ætlar að eiga eitthvað undir.

Þegar litið er á úrslit kosninganna þá er ljóst að meginmarkmið stjórnarandstöðunnar, að fella ríkisstjórnina, mistókst ekki algjörlega, þó niðurstaðan sé að ríkisstjórnin haldi meirihluta þingmanna. Ríkisstjórnin er of sködduð til að raunhæft sé að hún haldi áfram.

Ég fæ ekki annað séð en að í raun séu aðeins tveir möguleikar við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Annað hvort myndar Sjálfstæðisflokkurinn ríkisstjórn með Samfylkingu eða að Framsókn taki höndum saman við vinstri græna og Samfylkingu. Tölfræðilega er auðvitað hægt að hugsa sér að vinstri grænir og sjálfstæðismenn gangi til sængur, en slík ríkisstjórn yrði varla möguleg án þess að báðir flokkar gæfu eftir og vinstri grænir í stóðiðjumálum sérstaklega.

Innan Samfylkingarinnar er mikill vilji til þess að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og margir íhaldsmenn hafa alltaf verið veikir fyrir myndun nýrrar viðreisnar. Össur Skarphéðinsson á sér engan stærri draum en að vinna með sjálfstæðismönnum. Ingibjörg Sólrún á erfitt með að leiða vinstri græna til valda innan ríkisstjórnar.

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar gæti orðið nokkuð góð ríkisstjórn og líkur á því að tekist verði á við nokkur erfiðustu vandamál efnahagslífsins eru þokkalegar. Kannski er von til þess að flokkarnir skapi grunn fyrir samkeppni í landbúnaði og jafnvel í heilbrigðiskerfinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Ég fékk nú um tíma á tilfinninguna, að ný Nýsköpunarstjórn ætti fylgi hjá sumum á djélistanum og að sjálfsögðu myndi Steingrímur ekki fúlsa við að komast í stjórn.  Hann er verulega hungraður!

Auðun Gíslason, 13.5.2007 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband