Sunnudagur, 13. maí 2007
Auðvitað sigruðu ekki allir
Ef litið er á niðurstöðu kosninganna er augljóst að sumir þeirra sem lýsa yfir sigri geta staðið við slíkar yfirlýsingar. Stjórnarandstöðunni tókst ekki að fella ríkisstjórnina, en ríkisstjórninni tókst heldur ekki að tryggja sér "starfshæfan" meirihluta.
Samfylkingin missti 4,2% í kosningunum og þingmönnum flokksins fækkar um tvo. Fyrir flokk í stjórnarandstöðu er slíkt óviðunandi. Einmitt þess vegna mun Ingibjörg Sólrún leggja gríðarlega mikið á sig til að tryggja flokknum sæti í ríkisstjórn. Úrslit kosninganna eru áfall fyrir Ingibjörgu Sólrúnu.
Það var mikilvægt fyrir Samfylkinguna að halda fylgi sínu yfir 30%. Það tókst ekki - niðurstaðan var 26,8%.
Þegar litið er til yfirlýsinga samfylkinga, - þegar lagt var af stað fyrir átta árum - um að flokkurinn ætti að verða svipaður að stærð og Sjálfstæðisflokkurinn, er niðurstaðan áfall. Flokkurinn er í sömu sporum og fyrir átta árum - ekkert hefur áunnist.
Sjálfstæðismenn bera höfuðið hátt og benda á fylgisaukingu og að það sé mikill árangur eftir 16 ára þátttöku í ríkisstjórn. Ef litið er að meðaltalsfylgi flokksins frá 1971 þá er ljóst að flokkurinn er að fá svipað fylgi og að meðaltali. Meðaltalið er segir hins vegar ekki alla söguna, því árið 1987 kom fram klofningsframboð Borgaraflokksins undir forystu Albert Guðmundsson. Þá fékk flokkurinn aðeins 27,2% atkvæða. Sé litið framhjá úrslitunum 1987 er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn fékk í gær minna fylgi en að meðaltali frá 1971.
Vinstri grænir eru auðvitað sigurveigarar kosninganna ef litið er til fylgisaukningar, þó vissulega hljóti sá flokkur sem fær mest einnig geta gert kröfu til titilsins - svona með svipuðum hætti og í fólbolta, það lið sem skorar flest mörg vinnur leikinn, jafnvel þó mörkin séu ekki jafnmörg og að meðaltali.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.