Sunnudagur, 13. maí 2007
Ingibjörg Sólrún: Aðeins tveir kostir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er sammála mér um að raunverulega séu aðeins tveir raunhæfir kostir við myndun ríkisstjórnar. Í umræðum á Stöð 2 nú fyrir stuttu tók hún undir að annað hvort kæmi til greina að ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks tæki við völdum eða svokölluð R-listastjórn, Samfylkingar, Framsóknar og vinstri grænna yrði mynduð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
En hvaða líkur telurðu á D og VG í ríkisstjórn?
Ásdís Sigurðardóttir, 13.5.2007 kl. 20:46
Já og athyglisvert er að ISG nefnir ávallt vinstri kostinn fyrst. Sennilega vegna þess að þá á hún vísan forsætisráðfrúarstólinn. Athyglisvert í ljósi þess að hún hefur lýst því yfir að eini tilgangurinn með áframhaldandi setu núverandi stjórnar væri að viðhalda völdum en ekki til að ráðast í brýn þjóðfélagsleg verkefni. Hver skyldi vera hungruðust eftir völdum?
Bjarni M. (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 21:07
"Já og athyglisvert er að ISG nefnir ávallt vinstri kostinn fyrst."
Sennilega vegna þess að Samfylkingin er vinstri flokkur, eða hvað?
Annars hef ég trú á D og V.
Svala Jónsdóttir, 13.5.2007 kl. 21:41
Það reynir fyrst og fremst á Geir Haarde og karakter hans í þessu máli. Er hann tilbúinn til að henda Framsókn út og láta á það reyna að mynda alvöru frjálslynda stjórn sem gæti tekið á mikilvægum málum og stefnt fram á við? Þá er hann alvöru leiðtogi. Fari hann hina leiðina og haldi áfram með Framsókn er það merki um heigulshátt sem ekki er stjórnmálaleiðtoga sæmandi. Slík stjórn myndi líka springa innan eins eða tveggja ára. Líklegast er að Framsókn ákvæði að sprengja samstarfið á grunni einhverrar tylliástæðu í von um aukið fylgi í kjölfarið. Nú er sögulegt tækifæri til að gera Framsókn áhrifalausa. Ef Geir nýtir það ekki lýsi ég á hann fullkomnu vantrausti.
Þorsteinn Siglaugsson, 13.5.2007 kl. 21:46
Sammála síðasta ræðumanni - ég bara trúi ekki slíku klúðri upp á Geir fyrr en í fulla hnefana ...
Jón Agnar Ólason, 14.5.2007 kl. 08:28
Þú sérð það jafn vel og ég Óli að það verður sama stjórn áfram. Ef Geir gæti þá mundi hann velja sterkari aðila til að starfa með en samstarfshæfur sterkari aðili stendur ekki til boða. Það er ekki hægt að vinna með ISG og Össuri, þú veist það, ég veit það og Geir veit það. Að vísu eru innan samfó nokkrir efnilegir einstaklingar eins og Ágúst Ólafur og örfáir fleiri en það er varla hægt að setja það í stjórnarsáttmála að hvorki formaður né "auka"formaðurinn fái ráðherrastól heldur aðrir varaformðaurinn og aðrir óbreyttir flokksmenn.
Presturinn, 14.5.2007 kl. 08:42
Gæti verið að íhaldið ríghaldi í framsókn til að vera öruggir um að R-lista flokkur taki ekki við og stjórni næstu 12 árin? Það er örugglega ekki létt að vera í samstarfi við VG hann er svo þver og þrjóskur kallinn í brúnni þar og reyndar hans fylgismenn allir. Það væri fínt að þeir færu með íhaldinu. Það er ekki seinna vænna fyrir Steingrím og Ögmund að komast í ráðherrastól.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 14.5.2007 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.