Fimm fyrrum formenn SUS þingmenn

Fimm fyrrverandi formenn Sambands ungra sjálfstæðismanna, SUS, munu sitja á þingi eftir kosningarnar í gær. Þrír þeirra fyrir Sjálfstæðisflokkinn en tveir fyrir aðra flokka.

Ellert B. Schram datt inn á þing undir morgun og mest kom það honum sjálfum á óvart. Ellert er fyrrverandi formaður SUS, líkt og Jón Magnússon sem nú sest inn á þing í fyrsta skipti eftir nokkrar tilraunir. Ellert hefur áður setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en er nú fulltrúi Samfylkingar. Jón Magnússon er þingmaður Frjálslynda flokksins.

Þrír fyrrum formenn SUS eiga sæti á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Sigurður Kári Kristjánsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og síðan Geir H. Haarde forsætisráðherra.

Tveir núlifandi formenn SUS hafa átt sæti á Alþingi og gengt ráðherraembættum; Birgir Ísleifur Gunnarsson og Friðrik Sophusson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband