Vilja ekki Ingibjörgu Sólrúnu

Innan Sjálfstæðisflokksins eru margir mjög andvígir því að flokkurinn taki upp samstarf við Samfylkinguna í ríkisstjórn. Þeir sjálfstæðismenn sem vilja ekki ganga til samninga við Samfylkinguna, telja að með því að "hleypa" Samfylkingunni inn í ríkisstjórn sé verið að henda pólitískum bjarghring til Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur.

Neikvætt viðhorf til Ingibjargar Sólrúnar meðal sjálfstæðismanna er rótgróið, jafnt innan þingflokks og meðal almennra flokksmanna. Bent er á að pólitísk framtíð Ingibjargar Sólrúnar sé háð því að hún tryggi Samfylkingunni þátttöku í ríkisstjórn og um leið sjálfri sér valdamikið ráðherraembætti. Til þessa mega margir sjálfstæðismenn ekki hugsa og vilja fremur samstarf við vinstri græna, ef ekki eru taldar forsendur til að halda áfram samstarfinu við Framsóknarflokkinn.

Ég hef í dag rætt við marga sjálfstæðismenn og það er ljóst að það verður þungur róður fyrir Geir H. Haarde að sannfæra sitt fólk að rétt sé að semja við Ingibjörgu Sólrúnu, ef sú staða kemur upp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

samt hefur heyrst, að varaformaður okkar vilji skoða það, af sérstakri óvild í garð utanríkisráðherra.

Sel það ekki dýrar en keypti en hafa ber í huga, að hún réði Palla í stól Útvarpsstjóra, gjörningur sem varð iokkur afar þýr í kosningabaráttunni.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 14.5.2007 kl. 16:00

2 identicon

Við samfylkingarfólk þurfum ekki á pólitískum bjarghringjum að halda, allra síst Ingibjörg Sólrún.

Ég vil sjá VG og Sjálfstæðisflokkinn saman í ríkisstjórn eftir þessar kosningar.  Þá verðum við laus við VG í næstu kosningum.

Björgvin Valur (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 16:05

3 Smámynd: Hermann Valdi Valbjörnsson

Ég persónulega er mjög andvígur samstarfi við Samfylkinguna, ég tel að  VG sé betri kostur.

Hermann Valdi Valbjörnsson, 14.5.2007 kl. 16:08

4 identicon

Ríkisstjórnarsamstarf Ingibjargar Sólrúnar undir forystu Geirs H. Haarde yrði sjálfsmorð fyrir ISG í stjórnmálum. Fylgið sem hún hefur er háð því að hún vinni ekki með Sjálfstæðisflokknum.

Ólafur Pétursson (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 16:21

5 Smámynd: Pétur Tyrfingsson

..og þar með hefur þú breytt mati þínu og ert ekki lengur sammála Sollu um kostina í stöðunni? Að þínu viti þá annað hvort S og F eða S og VG?

Pétur Tyrfingsson, 15.5.2007 kl. 00:13

6 Smámynd: Óli Björn Kárason

Pétur minn. Ég hef ekki breytt mínu mati, er aðeins að segja frá viðhorfi margra innan Sjálfstæðisflokksins.

Óli Björn Kárason, 15.5.2007 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband