Össur hittir sjálfan sig fyrir

"Það stýrir stundum valtri lukku að vinna sigur fyrirfram," sagði Össur Skarphéðinsson á heimasíðu sinni nokkrum dögum fyrir kosningar.  Þar gerði hann góðlátlegt grin að pólitískum andstæðingi sínum, Bjarna Harðarsyni, sem er nýr þingmaður Framsóknarflokksins.

Össuri fannst Bjarni greinilega vera farinn að undirbúa sig um of fyrir þingmennskuna í aðdraganda kosninganna, en Össur taldi ólíklegt að hún biði Bjarna: "Bjarni Harðarson er í huga sínum orðinn þingmaður. Hann var mættur í svörtum þingmannsfrakka, meðan ég stóð auðvitað í rauðum vindstakki merktum Samfylkingunni einsog íþróttamaður á kappleik."

Á stundum er betra að segja minna en meira, eins og Össur hefur kynnst í gegnum tíðina, en daginn fyrir kjördag var hann fullur sjálfstraust og greinilega búinn að vinna sigur fyrirfram:

"Í báðum könnunum kvöldsins er ríkisstjórnin fallin. Það kæmi mér ekki á óvart að sama gerist á morgun, þegar talið er upp úr kössunum. Ég yrði heldur ekki hissa þó munurinn yrði meiri en kemur fram."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, það er stundum betra að þegja. Annars get ég upplýst það, þar sem ég bý á Selfossi að Bjarni er alltaf vel og viðeigandi klæddur.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.5.2007 kl. 20:59

2 identicon

Það er þetta með hvatvísina hans Össurar, hún setur hann oft í dálítið pínlega stöðu en um leið verður hann eitthvað svo mannlegur og svo fj... skemmtilegur  

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 21:55

3 Smámynd: Jóhann Rúnar Pálsson

Bjarni er toppmaður!

Þekki manninn ekki persónulega, en það sem hann segir og skrifar hefur höfðað til mín og vona ég að þarna sé kominn Framsóknarmaður af gamla skólanum! Virðist segja hlutina umbúðarlaust og ekki skemmir að maðurinn virðist vera afskaplega skemmtilegur.

Með kveðju

Jóhann Rúnar Pálsson, 14.5.2007 kl. 22:27

4 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Þegar ég var að versla í Bónus áðan þá heyrði ég viðtal við Össur og ljóst að þar fór maður sem var að "tala sig út úr" hugsanlegu ríkisstjórnarsamstarfi. Orð hans um hugsanlega Sturlungaöld í Framsóknarflokknum gæti allt eins átt við Samfylkinguna - ef hún kemst ekki í ríkisstjórn. Þessi stóryrði Össurar eru Samfylkingunni ekki til hagsbóta í þessari viðkvæmu stöðu. Var hann að tala Samfylkinguna aftur frá stjórnarmyndunarborðinu?

Jón Baldur Lorange, 16.5.2007 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband