Fimmtudagur, 17. maí 2007
Ertu frjálshyggjumaður eða sósíalisti? - Taktu prófið!
Í nokkur ár hefur verið hægt að þreyta magnað próf á vefnum til að kanna pólitíska sannfærðingu viðkomandi. Prófið er skemmtilegt og vel út hugsað, en nokkrar spurningarnar kunna að vera nokkuð fjarlægar okkur Íslendingum.
Nú þegar nýir þingmenn eru að setjast á Alþingi og ný ríkisstjórn að taka við völdum innan skamms er ekki úr vegi að fá ráðherra og þingmenn til að þreyta prófið. En síðan ættu allir að skoða sína stöðu. Veistu hvar þú stendur miðað við Thatcher, eða Gandhi? Ertu kannki nær Stalín en þig grunar eða hugsanlega sammála Friedman. Finndu út.
Pólítíski áttavitinn er hér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:11 | Facebook
Athugasemdir
Skondið próf, ég er -1.50 og -0.62 hvað segir það okkur??
Ásdís Sigurðardóttir, 18.5.2007 kl. 00:18
Og hvar er nú sjálft prófið Óli minn? Þetta eru kort af einhverri þáttanalysu upp úr prófi sem líklega er runnið frá Hans Eysenck sem lengi var prófessor í sálfræði við Institute of Psyciatry við King's College í London. En hvar er prófið?
Pétur Tyrfingsson, 18.5.2007 kl. 00:23
vá þetta var æðislegt, ég er nánast á sama stað og Ghandi, bara aðeins meira líbó og örlítið meira til vinstri. Hér er ég;
Economic Left/Right: -7.00Social Libertarian/Authoritarian: -4.77
halkatla, 18.5.2007 kl. 00:58
Ég sé að hér stígur hver af öðrum fram og trúir þér fyrir sínum innstu pólitísku kenndum
Alveg bráðsniðugt próf - takk fyrir að deila - ég er mjög sátt við mína stöðu - hún er í samræmi við skrifin mín á blogginu - segi ekki meir - það verður nú að vera einhver spenna í þessu 

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 03:00
Pétur, það er linkur á prófið þar sem stendur Pólitíski áttavitinn. Annar er slóðin hér fyrir neðan. Skemmtu þér og athugaðu nú hversu mikill og sannfærður sósíalisti þú ert. Þú lætur okkur kannski vita.
http://www.politicalcompass.org/questionnaire
Óli Björn Kárason, 18.5.2007 kl. 09:04
Merkilegt hvað mannssálin er breytileg. Fyrir rúmlega ári síðan fékk ég -9/-9 út úr prófinu, svo fékk ég -7,5/-8,5 fyrir nokkrum mánuðum en núna fékk ég -4,75/-7,18!
Somebody kill me, quick!
Elías Halldór Ágústsson, 18.5.2007 kl. 10:29
ég er á milli Ghandi og Mandela :) Húrra!
Bergrún Íris Sævarsdóttir, 18.5.2007 kl. 11:07
Niðurstöður mínar eru þessar:
Economic Left/Right: -1.13
Social Libertarian/Authoritarian: -5.13
Þegar ég bar þetta saman við myndina, sem staðsetur heimsþekkt áhrifafólk, þá var enginn eins og ég.
Líklega skýrir þetta ýmislegt...
Sigurður Ingi Jónsson, 18.5.2007 kl. 11:43
Siggi: Þú hefur aldrei verið eins og annað fólk. Kannski eigum við það sameiginlegt.
Óli Björn Kárason, 18.5.2007 kl. 12:46
gaman að skoða þetta ! kortleggja sjálfan sig :)
Hanna Kristín Skaftadóttir (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 13:03
Ja, hérna. Ég er aðeins lengra til vinstri en Nelson Mandela og nokkuð frjálslyndari en Dalai Lama. Heldurðu að ég sé ekki fremur gæfur marxisti Óli?
Pétur Tyrfingsson, 18.5.2007 kl. 13:04
Vandinn er að allir sem eru vinstrisinnaðir anarkistar eru eins og nafnið gefur til kynna, í hróplegu ósamræmi við sjálfan sig. Vinstri felur í sér öflugt ríkisvald. Sem kemur reyndar alveg heim og saman þegar um vinstrisinnaða einstaklinga er að ræða þar sem rökleysi er þeirra helsta dyggð.
Sigurður Karl Lúðvíksson, 18.5.2007 kl. 13:37
Óli: Það er þá ekki leiðum að líkjast. Ég fann mér mottó, sem þú mátt nota ef þér hentar. Það er betra að vera sérvitur en samheimskur...
Sigurður Ingi Jónsson, 18.5.2007 kl. 14:00
Pétur: Þú ert greinilega ekki marxisti, virðist raunar eiga meira sameiginlegt með okkur frjálshyggjumönnum en vinstri grænum. Það er raunar nástum lárétt lína á milli okkar.
Siggi: Góður, ég ætla að nota þetta.
Óli Björn Kárason, 18.5.2007 kl. 14:11
Sigurður Karl: Geturðu útskýrt þetta nánar? Eða eru þetta bara tómar fullyrðingar sem þú slengir fram í von um að þú þurfir ekki að standa við þær?
Elías Halldór Ágústsson, 18.5.2007 kl. 14:19
Ég er mitt á milli Thatchers og Friedmans ;)
Hjörtur J. Guðmundsson, 18.5.2007 kl. 23:26
(0, -5,85) - frjálslyndur miðjumaður. Ekkert skrýtið að ég fagni stjórn D og S!
Kallaðu mig Komment, 19.5.2007 kl. 00:44
Standa við hvað Elías? Hvernig stendur maður við fullyrðingar, maður stendur við loforð t.d. Ég get ekki betur séð en ég hafi útskýrt þetta mjög skýrt í fyrra svari mínu. En ég get svosem reynt að gera betur. Vinstrihyggja er félagshyggja, þ.e vinstrisinnaðir vilja sterkt félagshyggjukerfi. Til þess að hafa sterkt félagshyggjukerfi þarf að hafa stórt og sterkt ríki, það er ekkimín skoðun, það liggur í hlutarins eðli.. Þetta stóra og sterka ríki þarf þá að brjóta mannréttindi eins til þess, að þeirra mati, að veita öðrum sín "mannréttindi" (vinstri gerðina af mannréttindum). Þetta er í hróplegu ósamræmi við hugmyndir anarkista. Var þetta betra? Svona hringandaháttur vinstrimanna er gegnumgangandi.
Sigurður Karl Lúðvíksson, 19.5.2007 kl. 21:03
Þeir sem hafa ekki tíma eða þolinmæði gætu prófað örlítið styttra próf, "World's Smallest Political Quiz",
http://www.theadvocates.org/quiz.html
Geir Ágústsson, 20.5.2007 kl. 00:19
En hvar ert þú sjálfur Óli, mig fýsir að vita?
Algleymi (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 15:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.