Árni Matt þjóðlenda

Ég birti nokkrar vísur úr vísnakeppni Safnahússins á Sauðárkróki sem var haldinn fyrir skömmu. Keppendur ortu um Ómar Ragnarsson, en einnig var ort um þjóðlendumálin, en ríkið hefur í mörgu farið þar offari gagnvart bændum og landeigendum.

Ríkið vel nú rænir sér,

rökin tel ég hæpin

ef þeir stela undan mér

án þess að fela glæpinn.

Þannig orti Hilmir Jóhannesson á Sauðárkróki og lýsir vísan ágætlega framferði ríkisvaldsins. Fjármálaráðuneytið hefur farið með þjóðlendumálin fyrir hönd ríkisins og því við búist að Árni M. Mathíesen fjármálaráðherra fengi kveðjur. Gunnar Oddsson í Flatatungu segir:

Siðgæðið nú sígur hratt

Sýnir lága tölu

Ekki virðir Árni Matt

Eigin jarða sölu.

Þess ber að geta að Feykir, héraðsfréttablað Norðurlands vestra birtir kveðskapinn í nýjasta tölublaðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Jóhannesdóttir

Alltaf gaman þegar einhver tekur sig til og vitnar í Feyki

Guðný Jóhannesdóttir, 23.5.2007 kl. 11:50

2 Smámynd: Sverrir Páll Erlendsson

Merkilegt að ÓlaBirni skuli ekkert detta í hug á þessum tímamótum annað en vísur norðan af Krók. Hvað finnst þér um framsýni, víðsýni og nýbreytni í ráðherraliði flokksins þíns? Mér finnst sú framkoma flokksins við kjósendur sína og aðra landsmenn harkaleg ögrun og reyndar hreint skandalös, svo maður leyfi sér að sletta svolítið. Eða hvað finnst þér?

Sverrir Páll Erlendsson, 23.5.2007 kl. 20:22

3 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Nógu margir að skrifa um pólitík.

Miklu skemmtilegra að sjá hvað Gunnar í Tungu og Hilmir eru að yrkja.

Rúnar Birgir Gíslason, 24.5.2007 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband