Hvað á barnið að heita? - PR-stríðið er hafið

Þrátt fyrir að ekki sé búið að mynda nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar er PR-stríðið þegar hafið. Ímynd ríkisstjórna getur skipt miklu með sama hætti og ímynd stjórnmálamanna getur ráðið úrslitum um hvort mönnum gengur vel eða illa - hvort þeir ná kosningu eða eru settir út í kuldann.

Framsóknarmenn, sem hafa sleikt sárin eftir kosningar, eru sárreiðir og saka sjálfstæðismenn um óheilindi eftir kosningar. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, segir væntanlega ríkisstjórn réttnefnda Baugsstjórnin og vitnar til þess að stjórnarformaður Baugs hafi í blaðagrein talið slíka ríkisstjórn besta kostinn að loknum kosningum. Félgar Jóns og fleiri hafa tekið undir allt í þeim tilgangi að koma neikvæðri ímynd á ríkisstjórnina þegar í upphafi - raunar áður en hún er mynduð formlega.

Hvorki eigendur Baugs né stuðningsmenn nýrrar ríkisstjórnar hafa áhuga á að kenna stjórnina við fyrirtækið. En andstæðingar stjórnarinnar vita sem er að með nafngiftinni hitta þeir á veikan blett ekki síst þegar Borgarnesræður eru hafðar í huga, auglýsingar Jóhannesar Jónsson fyrir kosningar og hvatningar stjórnarformanns Baugs um myndun samsteypustjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, að ekki sé talað um ásakanir Baugsmanna um ofsóknir undir vernd nokkurra sjálfstæðismanna.

Nú er hins vegar verið að snúa vörn í sókn. Fyrsta frétt Sjónvarpsins í gærkvöldi var um stjórnarmyndunarviðræðurnar en forystumenn flokkanna funduðu stíft á Þingvöllum. Sjónvarpið hefur því gefið stjórninni nafnið: Þingvallastjórn.

Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, er sammála þessari nafngift og segir á bloggi sínu:

"Ég finn það hvar sem ég kem að það er mikill meðbyr með nýrri stjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar. Viðeyjarstjórnin fékk nafn sitt eftir viðræður Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks í Viðey. Mér þætti Þingvallastjórnin ekki vitlaust nafn á þessari ríkisstjórn ef samningar nást."

Kristinn Pétursson, fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins fagnar myndun ríkisstjórnarinnar og segir:

"Þingvallastjórnin - er gott nafn og veit vonandi á betri tíma í sjávarbyggðum. Ég ætla að halda áfram í vonina." 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

"Zero-Stjórnin" segi ég.  Á best við núna.  Minnir einnig dálítið á gamla góða Zorro.  Annars fannst mér RiseSSan" skondið hjá Vidda-Egg. 

Júlíus Valsson, 20.5.2007 kl. 14:35

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Almannagjá er nafn sem fyllilega á rétt á sér.

Ef spá ritstj. Mbl.gengur eftir má bara strika yfir "Almanna" og verður hún þá í sögunni nefnd "Gjáin".

Heimir Lárusson Fjeldsted, 20.5.2007 kl. 15:28

3 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

Mér finnst það nokkur nýlunda að helsta spurning um þá stjórn sem að öllum líkindum mun ríkja hér næstu 4 ár sé hvaða nafn verði á henni.

 Er enginn að velta því fyrir sér hvernig þessir flokkar munu komast að samkomulagi t.d. um kröfur Sf um fjölþrepa skattkerfi eða Írak ?

Reyndar hef ég kenningu um hver lendingin verður í "Íraksmálinu" : Það verði engin yfirlýsing gefin út um eitt eða neitt en hins vegar verði allt íslenskt herlið kvatt heim frá Írak fyrir árslok (og hugsanlega enn fyrr) og þáttöku Íslands í Íraksstríðinu þar með lokið.

Hólmgeir Guðmundsson, 20.5.2007 kl. 15:40

4 Smámynd: Júlíus Valsson

Takk fyrir að minna okkur á þetta "fjölþrepa" skatta kerfi. Það setur að manni mikinn hroll.
Hvað með "Valfrjálst stýrikerfi" í heilbrigðiskerfinu. Fáum við nú loksins hið alræmda tilvísunarkerfi, sem kratana hefur lengi dreymt um?

Júlíus Valsson, 20.5.2007 kl. 16:18

5 identicon

BAUGSSTJÓRN ER MÁLIÐ

leeds (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 18:20

6 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Baugsstjórn, hittir beint í mark

Arnfinnur Bragason, 20.5.2007 kl. 22:29

7 identicon

Fyrsta stjórnin sem ég man eftir með líku mynstri hét Viðreisnarstjórnin, síðan kom Viðeyjarstjórnin. Ef við höldum v-inu gæti þessi fengið heitið Viðlagastjórnin. Í íslensku orðabókinni stendur að orðið merki brýn nauðsyn. Það má færa fyrir því rök að allavega fyrir Sjálfstæðisflokkinn hafi það verið brýn nauðsyn að fá krataflokkinn í liðið og í þetta skiptið til að takast á við snúin mál eins og heilbrigðis- og landbúnaðarmálin og svo Evrópumálin - segi bara svona

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband