Hvað verður um Alfreð Þorsteinsson?

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, mun örugglega veita því sérstaka athygli að hann er með Alfreð Þorsteinsson, fyrrum borgarfulltrúa og stjórnarformann Orkuveitunnar, í vinnu. Alfreð var skipaður formaður framkvæmdanefndar vegna byggingar nýs Landsspítala - háskólasjúkrahúss, árið 2005.

Fáir ef nokkrir voru harðari í gagnrýni sinni á störf Alfreðs sem borgarfulltrúa og þó ekki síst sem stjórnarformanns Orkuveitunnar og hinn nýi heilbrigðisráðherra. Varla mun Guðlaugur Þór hafa áhuga á því að framlengja störf Alfreðs lengur en nauðsynlegt er.

Því skal haldið fram að ekki muni líða margar vikunar þangað til ný framkvæmdanefnd hefur verið skipuð, en varaformaður hennar er Inga Jóna Þórðardóttir.

Ætlunin er að 18 milljarðar króna af Símapeningunum - svokölluðu - verði varið í byggingu háskólasjúkrahússins og er byggingin eitt stærsta verkefnið sem Guðlaugur Þór þarf að sinna. Hann mun ekki hafa mikinn áhuga á að því verði stjórnað af Alfreð Þorsteinssyni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Svo er, að allmargir Læknar og sérfræðingar í heilsugæslu og almannavá, eru þess fýsandi, að sjúkrahúsið verði ekki eitt, heldur verði fleirri byggð og þeim dreyft nokkuð milli hverfa.

Víst er svo, að umferðamannvirkin þarna umhverfis, þola ekki núverandi traffíkk, hvað þá heldur ef við bætist enn fleirri starfsmenn sem fara þurfa og koma oft á dag (í það minnsta þrisvar, miðað við fast vaktakerfi)

Ef bráðatilfelli verður segjum í gGrafarvogi, er verulega langt, að koma sjúkling þangað niðureftir.  Slysadeild ku eiga að vera ein, langt út á nesinu, ef miðað er við þau hverfi, sem eru fjölbýlust. 

Mér hugnaðist betur, ef byggt væri sjúkrahús að Keldum og annað á lóð ríkisins að Vífilstöðum.  Sjúkraaðstaðan bæði í Borgarsjúkrahúsinu í Fossvogi og núverandi byggingar Landsans endurskipulögð og bættar aðstæður þar.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 25.5.2007 kl. 14:30

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Eitt sinn voru þrír spítalar starfandi í Reykjavík, sem allir sinntu  kennslu læknanema og annarra heilbrigðisstétta. Allir voru þvi því "háskólaspítalar" í þeim skilningi. Ekki veit ég hvort eitthver þeirra var "hátæknisjúkrahús", því ég skil ekki það hugtak. Þetta voru Landspítalinn, Borgarspítalinn og St:Jósefsspítalinn á Landakoti. Sá minnsti þeirra, þ.e. Landakoti var þeirra bestur. Best rekinn. Þar var best hugsað um sjúklingana. Starfsfólkið var ánægt í vinnunni. Þangað vildu sjúklingarnir fara. Hann var einkarekinn.
Það var svo sem ekkert að hinum spítölunum, nema hvað þar ríkti sundrung og óánægja. Þeir vor e.t.v. of stórir.

Júlíus Valsson, 25.5.2007 kl. 15:19

3 Smámynd: Ragnheiður Ólafsdóttir

Ég vona að Guðlaugur Þór hafi vit og þor til að slá þetta nýja hátæknisjúkrahús af og byggja við Borgarspítalann það væri þjóðfélaginu fyrir bestu.

Ragnheiður Ólafsdóttir, 25.5.2007 kl. 15:21

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Takk Júlíus, fyrir að benda á þessa staðreynd.

Mér er málið ögn skylt, Bjarni Jónsson, sem þar fór fyrir var föðurbróðir minn, þannig að ég fylgdist afar vel með.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 25.5.2007 kl. 15:40

5 identicon

Já var búin að gleyma Alfreð. Er hann ekki að detta á ellilífeyrir? Sammála því að slá þetta hátæknisjúkrahús af og bæta frekar þjónustuna sem fyrir er. Og senda Alfreð í frí.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 17:52

6 Smámynd: Júlíus Valsson

Takk Bjarni! Ég vil ráðleggja öllum, sem vilja kynna sér hvernig á að reka sjúkrahús að lesa bók Dr. Bjarna Jónssonar "Á Landakoti". Dr. Bjarni var kennari minn og síðar urðum við vinnufélagar og góðir vinir. Ég hef aldrei, hvorki fyrr eða síðar, kynnst jafn vitrum manni og Dr. Bjarna. 

Júlíus Valsson, 25.5.2007 kl. 22:23

7 Smámynd: Júlíus Valsson

...ég gleymdi alveg að minnast á Alfreð! Fór út fyrir efnið.
Það eina sem ég get sagt um Alfreð er, að ég myndi láta hann vera í friði. 

Júlíus Valsson, 25.5.2007 kl. 22:25

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Alfreið who??? er hann ekki orðinn gamall??? vildi allavegana að hann væri hættur að skipta sér af nokkru.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.5.2007 kl. 22:45

9 identicon

Einhver sagði að Kristinn H. Gunnarsson hefði níu líf, ef svo þá eru líf Alfreðs í það minnsta jafnmörg. Einhvern veginn hefur hann alltaf getað smeygt sér inn þangað sem hann hefur viljað, ef ekki að framan þá að aftan

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 23:38

10 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Það er vegna þess að Alfreð er klár karl og hefur komið mörgu merkilegu í verk um dagana.  Stærsta og merkilegasta verkið er auðvitað sameining veitufyrirtækjanna í eitt og ég efast ekki um að hann muni standa sig ágætlega í byggingu nýs sjúkrahúss fyrir þjóðina.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 26.5.2007 kl. 00:47

11 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Það segir sig sjálft að Alfreð víkur, um það þarf ekki að deila. Spurningin er frekar hvernig hefur hann undirbúið sína brottför? Ætli hann sé ekki sjálfum sér trúr.

Annar flötur snertir Framsókn og hans forustu. Þegar Valgerður tilkynnti sitt framboð, þá var ekki laust við það að maður hugsaði upphátt, Valgerður kjósendur voru að segja við viljum nýja menn/konur í forustu... Hlustaðu. Ég tel að kjósendur vilja ekki Alfreðs kalíber áfram í forustu. Hvort sem það er Valgerður eða Guðni. Tími þessar stjórnmálamanna er liðin.

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 26.5.2007 kl. 09:28

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég er ekki hlynntur einkavæðingu í neinum þáttum velferðarkerfisins. Ég bind þó miklar væntingar við Guðlaug Þór og þá fyrst og fremst trúi ég því að hann noti útboðaleiðina. Þar þarf eftirlitið vissulega að verða í höndum fagfólks en með því veit ég að næðist áþreifanlegur sparnaður. Þar með nýttust fjármunir betur og aukin þjónusta yrði afleiðingin. 

Árni Gunnarsson, 26.5.2007 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband