Skagfirðingur vill gegn Valgerði Sverrisdóttur

Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti framsóknarmanna í Skagafirði íhugar að bjóða sig fram í embætti varaformanns Framsóknarflokksins gegn Valgerðir Sverrisdóttur. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Feykis.

Framsóknarmenn hafa lengi náð að verja sterkt vígi í Skagafirði og þangað hefur Framsóknarflokkurinn sótt forystumenn og er Ólafur heitinn Jóhannesson fremstur meðal jafningja.

Feykir hefur eftir Gunnari Braga að hann hafi skrifað um málið á bloggi og reynt að hvetja einhverja nýja "til þess að bjóða sig fram og fá með því góða endurnýjun í flokksforystuna. Ég fékk góð viðbrögð við þessum skrifum mínum. Það góð að ég er nú að íhuga framboð en hef ekki tekið neina ákvörðun hvað það varðar."

Gunnar Bragi er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki og hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir Framsóknarflokkinn og situr í miðstjórn flokksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér hefur alltaf þótt Valgerður vandaður og heiðarlegur pólitíkus en held að það þurfi nú meiri endurnýjun ef Frammararnir eiga að geta náð einhverjum styrk aftur. Úr því að það er Skagfirðingur sem um ræðir hér þá hlýtur það að verða verðugur mótframbjóðandi.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 16:32

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Valgerður kom vel út í kosningum, en hvort hún er vinsæl á landsvísu er svo annað mál. Vonandi tekst þeim vel til með forystuna og helst ætti formaðurinn að fá mótframboð, það væri flokknum fyrir bestu að mínu mati.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.6.2007 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband