Mánudagur, 4. júní 2007
Takk fyrir mig
Á margan hátt hefur það verið gaman að taka þátt í blogg-ævintýrinu hér á mbl.is en nú er mál að linni.
Ég vil þakka þeim þúsundum sem hafa lagt það á sig á hverjum degi að fylgjast með því sem ég hef skrifað en þó vil ég fyrst og fremst þakka þeim fjölmörgu sem hafa gert athugasemdir við skoðanir mínar, bæði beint hér á bloggið og með símtölum og tölvupóstum.
Nú bíða hins vegar önnur verkefni sem verður að sinna.
Bloggið hér á mbl.is er forvitnilegur spegill á þjóðfélagið og lifandi vettvangur skoðanaskipta. Vonandi verður svo áfram.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.11.2007 kl. 22:16 | Facebook
Athugasemdir
Það er okkar að þakka og óska þér velgengni við önnur verkefni.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.6.2007 kl. 15:26
Takk sömuleiðis.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.6.2007 kl. 19:10
Þakka þér fyrir þitt framlag á bloggið og gangi þér vel á nýjum vettvangi. Ég fylgist með.
Ásdís Sigurðardóttir, 4.6.2007 kl. 21:57
Tek undir þakkir fyrir gott blögg/Halli Gamli
Haraldur Haraldsson, 4.6.2007 kl. 22:05
Tek undir góðar óskir hér að ofan.. EN.. -eru nýju störfin það rosaleg að þú getir ekki lenguð skrifað hér líka af og til? Það er fátt meira krefjandi en "nýr krakki", en ef foreldrar gætu ekki sinnt neinu öðru þá væri tæpast þverfótað fyrir litlum munaðarlausum frumburðum. Með það eins og að missa þig af blogginu. Synd.
-Hætta við að hætta??
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 5.6.2007 kl. 04:02
Ég á eftir að sakna þess að fá ekki að sjá fleiri bloggfærslur frá þér. Skrifin þín hafa verið alltaf verið áhugaverð, málefnanleg og vel skrifuð. Gangi þér vel í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 12:13
Já það var ekkert.
Tómas Þóroddsson, 5.6.2007 kl. 12:42
Kæri Óli Björn!
Segðu frekar að þú ætlir að taka þér óskilgreint frí.
Viltu vera svo frábær að gera einn hlut fyrir mig og alla hina sem nærast á skrifum þínum, en það er að leyfa færslunum þínum að standa í óskilgreindan tíma þannig að við megum njóta þeirra aðeins lengur og lesa það sem uppá vantar.
Það sama gildir um þau og góða bók, kvikmynd og jafnvel vísu að maður les góðan texta aftur og aftur sér til fróðleikns og ánægju sé hann jafngóður og þinn!
Guð blessi það sem þú tekur þér fyrir hendur. Því sem ég hef fylgst með vandar þú alltaf til verka og ég vona að ég fái að kynnast þér betur á öðrum vettvangi en hér. Við erum reyndar báðir í Blaðamannafélaginu.
Þrátt fyrir að við séum varla málkunnugir, nema kannski frá Valhallar árum mínum og þú aðeins eldri, langar mig til að fræðast af þér og þætti vænt um að fá að eiga þig að sem hauk í horní
Með kærri kveðju, ÞE iceconnect@gmail.com og með hjartans þökk fyrir að gerast bloggvinur minn!
Þorsteinn Erlingsson yngri, 5.6.2007 kl. 16:26
Hef fylgst með blogginu þínu um nokkuð langt skeið og notið lestursins. Oft með því áhugaverðasta sem maður hnýtum um hérna. Gangi þér vel í framhaldi.
Marta B Helgadóttir, 5.6.2007 kl. 20:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.