Að vera sjálfum sér samkvæmur

Íslendingum tekst illa að vera samkvæmir sér sjálfum. Þetta kemur skýrt fram í afstöðu stjórnvalda til milliríkjaviðskipta með landbúnaðarvörur. Íslensk stjórnvöld gera kröfu til þess að fullur og óheftur aðgangur sé að mörkuðum annarra landa fyrir íslenskar landbúnaðarvörur, en telja fráleitt að heimila frjálsan innflutning til landsins.

En dæmi eru fleiri og nú síðast hin furðulega útrás Orkuveitu Reykjavíkur undir nafni REI, sem meirihlutinn í borgarstjórn, ætlar að gera að sérstökum fjárfestingararmi Orkuveitunnar, og þá helst þannig að selja Geysi Green Energy (GGE) allar sínar eigur en eignast um leið hlut í GGE. (Þannig ætla Svandís Svavarsdóttir, Dagur B. Eggertsson og Björn Ingi Hrafnsson, að reyna að komast á lögsókn GGE vegna samningsbrota.)

Merkilegt er að á sama tíma og Svandís Svavarsdóttir og félagar hennar í vinstri grænum ítreka nauðsyn þess að tryggja að auðlindir landsins, séu í opinberri eigu skuli þau ætla að standa að því með einkaaðilum (kapítalistunum sjálfum) að hasla sér völl í öðrum löndum á sviði náttúruauðlinda. Það hefur jaðrar við landráð í hugum vinstri grænna og raunar flestra íslenskra stjórnmálamanna, að nefna það að hugsanleg eigi að opna á möguleika þess að erlendir aðilar fjárfesti í íslenskum náttúruauðlindum. En það breytir auðvitað ekki því að Íslendingar eiga að fá að fjárfesta í auðlindum annarra landa, ekki síst þeirra sem eru með vanþróaðra efnahagslíf.

Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra og flokksbróðir Dags B. Eggertssonar, vill raunar ganga enn lengra og koma í veg fyrir að bændur fái að njóta þeirra auðlinda sem fram til þessa hafa talist í þeirra eigu. Hann hefur boðað ný vatnalög og nái hugmyndir hans fram að ganga verður um stærstu þjóðnýtingu Íslandssögunnar að ræða. Verður forvitnilegt að fylgjast með þingmönnum Sjálfstæðisflokksins við afgreiðslu slíks frumvarps.

En Össur telur hins vegar stórkostleg tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki að sækja fram á sviði orkuiðnaðar í öðrum löndum. Þar mega kapítalistarnir heldur betur kaupa og selja - bara ekki á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hverra manna ert þú ÓBK ?

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 14:22

2 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Það hlýtur að vera okkar að ákveða hvernig við viljum hafa þessi mál á Íslandi.  Að sama skapi ákveða Filippseyingar hvernig þeir vilja hafa þetta hjá sér.  Það er ekkert að því að við spilum eftir þeirra reglum í þeirra landi og okkar reglum í okkar landi.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 21.11.2007 kl. 14:59

3 identicon

Kæri Óli minn Björn! Svandís Svavarsdóttir (Gestssonar) eru svo ótrúlega lík karli föður sínum í töktum, tilsvörum, áherslum og raunar hverju því sem nefna má, að engum ofsögum er sagt að Svandísi vanti neitt nema bara svarta skeggið. Hitti Svavar úti í Köben á dögunum, hvar hann flutti þessa fínu ræðu á prentsmiðjudönsku. Táknmálsfræðingurinn Svandísi hefði væntanlega flutt ræðu á þeirri málýsku - nema hvað gilt hefði það sem segir í texti Brimklór: "Með varalestri vissi ´ún hvað gekk á."

Sigurður Bogi Sævarsson (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband