Þriðjudagur, 18. desember 2007
Danskt blogg verður frétt á Íslandi
Morgunblaðið greinir frá því að danskur blaðamaður, Jens Chr. Hansen, hafi á bloggsíðu sinni krafist þess að Baugur Group legði á borðið upplýsingar um efnahag félagsins. Samkvæmt Morgunblaðinu er hinn danski blaðamaður margverðlaunaður og þess vegna telur blaðið nauðsynlegt að flytja fréttir af því hvað hann skrifar á bloggi.
Nú veit ég ekkert um Jens sem starfar nú á Berlinske Tidende. En það er eitthvað undarlegt við að íslenskir fjölmiðlar taki upp blogg blaðamanns og seti það í búning fréttar. Það eru engin rök fyrir slíku og önnur sjónarmið en blaðamennskunnar eru greinilega ráðandi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nú er það ? Gott að þú heldur þig við veiðar og íþróttir!
Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 17:23
Það eru nú all margir sem telja eðlilegt að Baugur leggi spilin á borðið. Í Svíþjóð heyrir maður gjarna kenningar um að fyrirtæki sem eru í mikilli þenslu og útrás séu oft að fela eitthvað. Það veldur því óþarfa tortryggni að leggja ekki spilin á borðið. Auðvita getur eitthvað annað en væntumþykja til Baugs leynst bakvið orð blaðamannsins en hann hefur engu að síður á réttu að standa. Finnst mér. En ekki þér. Sýnist mér.
Vilhelmina af Ugglas, 18.12.2007 kl. 18:28
Þetta er frekar brosleg tilraun til að beina athyglini frá efninu og að einhverju öðru (miðlinum í þessu tilfelli)
Ef einhver er marg-verðlaunaður og viðurkenndur í því sem hann starfar í, þá eru skoðanir hans fréttnæmar, alveg sama hvar þær eru settar fram.
Fransman (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.