Föstudagur, 21. desember 2007
Ragnar Aðalsteinsson er alltaf á móti
Einhverju sinni var sagt að aðeins tvennt væri öruggt í lífinu; skattar og dauðinn. Ég hygg að hægt sé að bæta hinu þriðja við. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður er alltaf á móti öllum hugmyndum og tillögum Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra.
Undir fyrirsögninni Ótrúlegt ef Alþingi vill öryggisþjónustu, segir Fréttablaðið að hæstaréttarlögmaður teldi enga þörf á íslenskri öryggisþjónustu. Við lestur fréttarinnar kemur í ljós að hæstaréttarlögmaðurinn er Ragnar Aðalsteinsson, eins og raunar mátti búast við. Mér virðist sem að í 90% tilfella þar sem sagt er í fréttafyrirsögn að hæstaréttarlögmaður sé á móti hugmyndum dómsmálaráðherra, þá sé það Ragnar Aðalsteinsson.
Kannski er hægt að bæta við fjórða atriðinu sem er öruggt í lífinu. Þegar Björn Bjarnason kemur fram með tillögur birtir Fréttablaðið viðtal við hæstaréttarlögmanninn Ragnar Aðalsteinsson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.