Jólakveðja borgarstjóra

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri virðist ekki skilja muninn á hækkun og lækkun skatta. Í viðtali við Morgunblaðið síðastliðinn fimmtudag hefur borgarstjórinn ekki miklar áhyggjur af hækkun fasteignagjalda á borgarbúa - hækkun sem nemur 1,2 milljörðum króna á komandi ári.

Meirihluti borgarstjórar ákvað að halda skatthlutfalli fasteignaskatt óbreyttu á komandi ári, þrátt fyrir að ljóst væri að fasteignamat, sem er grunnur skattheimtunnar, myndi hækka milli ára. Óbreytt skatthlutfall þýðir því hækkun skatta á borgarbúa og fyrirtæki. Svo segir borgarstjóri að skattalækkanir séu ekki á dagskrá, frekar komi til greina að létta álögum af einstökum hópum fólks. Hér er verið að hafa endaskipti á hlutunum eða gera góðlátlegt grín að borgarbúum. Lækkun skatthlutfalls til móts við hærra fasteignamat, er ekki lækkun fasteignaskatts heldur óbreytt skattheimta. Síðan segir borgarstjóri að settar verði "til hliðar 270 milljónir í sérstakar aðgerðir í húsnæðismálum".

Varla getur Björn Ingi Hrafnsson, leiðtogi framsóknarmanna, tekið undir hundalógík borgarstjóri? Eða hvað?

Hækkun fasteignagjalda upp á 1,2 milljarða króna mun koma verst niður á eldra fólki sem hefur takmarkaðan lífeyri, barnafjölskyldum sem barist hafa við að koma sér þaki yfir höfuðið og þeim sem þúsundum sem leiga íbúðahúsnæði, enda verður skattheimtunni velt út í leiguverðið á nýju ári. Þó hefur ekkert gerst hjá þessu fólki annað en að mat á eignum þeirra hefur verið hækkað. Tekjur þess eru óbreyttar og ráðstöfunartekjur skerðast því samkvæmt ákvörðun vinstri meirihluta borgarstjórnar, sem vill þó láta kenna sig við réttlæti og jöfnuð. Efnamenn munu hins vegar ekki svitna yfir hækkun skatta sem mun ekki hafa áhrif á það hvort þeir endurnýi Ranger Rover jeppann á nýju ári.

Borgarstjóri sendir því mismunandi jólakveðjur til borgarbúa.

Ég benti á þessa einföldu staðreynd hér 20. nóvember síðastliðinn í tilefni af því að meirihluti borgarstjóra felldi tillögu um lækkun skatthlutfalls fasteigna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband