Miðvikudagur, 26. desember 2007
Árið gert upp
Nú þegar síðustu dagar ársins renna upp er ekki úr vegi að líta yfir árið. Tók saman smá lista yfir það sem merkast er og á eftir að bæta við hann eftir því sem nær dregur áramótum. (Ábendingar eru vel þegnar).
Flugmaður ársins: Hannes Smárason, sem nú hefur verið kyrrsettur.
Hefnd ársins: Alfreð Þorsteinsson náði íhaldinu með því að sannfæra Björn Inga Hrafnsson um að slíta samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík.
Endurvinnsla ársins: Sjónvarpið. Sama fólkið í öllum þáttum, hvort heldur er í skemmtiþáttum, spurningakeppnum, umræðuþáttum, bókmenntaþáttum eða fréttum. Aðeins íþróttafréttamennirnir hafa ekki verið endurunnir.
Björgun ársins: Jón Ásgeir Jóhannesson skar Hannes Smárason niður úr snörunni, en náði um leið undirtökunum í Glitni og TM.
Fjárfestir ársins: Bjarni Ármannsson.
Klúður ársins:Reykjavik Energy Invest (REI) og sameiningin við Geysi Green Energy.
Kaupréttur ársins:Kaupréttarsamningar lykilsstarfsmanna REI sem nú virðist minna virði en pappírinn.
Viðskiptahugmynd ársins:Sameining REI og Geysis Green Energy, sem átti að bjarga FL Group og tryggja Hannes í stóli forstjóra.
Bloggari ársins: Össur Skarphéðinsson á næturnar.
Næturhrafn ársins: Össur Skarphéðinsson.
Hryggbrot ársins: Þjóðin hafnaði Ómari Ragnarssyni sem alþingismanni.
Ferja ársins: Grímseyjarferjan
Spark ársins: Eggerti Magnússyni sparkað frá West Ham.
Knattspyrnulið ársins: Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu.
Knapi ársins: Guðni Ágústsson.
Lögreglumaður ársins: Björn Bjarnason.
Vonbrigði ársins: Íslenski hlutabréfamarkaðurinn. Þar með urðu kaupréttarsamningarnir minna virði.
Hugmynd ársins: Sala auglýsinga í Áramótaskaupið.
Fyrirspurn ársins: Kolbrún Jónsdóttir vita vita afhverju strákar eru í bláu og stúlkur í bleiku.
Jólakort ársins: Smekklegt jólakort femínista með uppbyggjandi skilaboðum til allra ungra drengja.
Skotskífa ársins: Björn Ingi Hrafnsson fyrir borgarstjórnarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Minnisleysi ársins: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.
Minnisblað ársins: Minnisblaðið sem Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson minnist ekki eftir að hafa séð.
Ég bæti síðan við þetta eftir því sem líður nær áramótum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Dharma skrifar :
"Það hefur fullt með pólitík að gera, enda er skipað pólitískt í stöðuna af pólitíkusum, þannig eru lögin og þannig er fyrirkomulagið best."
Þvílíkt og annað eins endemis bull. Sem sagt pólítísk ráðning betri en fagleg ráðning ? Þetta getur enginn sagt nema gjörsamlega heilaþvegin, í þessu tilfelli, Davíssinni. Ég bara get ekki séð hvernig dýralæknir getur haft meira skynbragð á hæfni dómara en matsnefnd sem er ekki skipuð öðrum en reyndum dómurum.
Ívar Jón Arnarson, 28.12.2007 kl. 08:38
Fyrir utan það að helsta röksemd Árna Matt var sú að sonurinn hefði starfað sem aðstoðarmaður Björns Bjarna!! Ég spyr, hvernig gerir það menn að eftirlætiskandidat fyrir dómarastarf?
Reynið að ná áttum í þessu. Þetta er í annað sinn sem nákvæmlega sami hlutur gerist. Í fyrra skiptið var það náfrændi DO, núna sonur. Getur það verið öllu augljósara að um er að ræða 100% hreina pólítíska ráðningu. Af hverju ekki bara að viðurkenna það frekar en að halda fram yfirmáta hallærislegum útskýringum. Vonbrigði að Sjálfstæðisflokkurinn haldi áfram með arfleifð fyrri ríkisstjórnar. Fyrst og fremst segir þetta þó til um spillt innræti þeirra stjórnmálamanna sem að þessu standa.
Babbitt (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 18:04
Óli Björn:
Ekki gleyma "Dömpi ársins" - Sjálfstæðisflokkur dömpaði Framsókn (með réttu!) eftir kosningar í vor.
Babbitt (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 18:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.