Miðvikudagur, 9. janúar 2008
Taugaveiklunin heldur áfram
Greinilegt að taugaveiklun einkennir íslenskan hlutabréfamarkað, líkt og segja má um fleiri markaði. Þegar þetta er skrifað hefur ekki eitt einasta hlutafélag hækkað í verði í morgun. Mikil lækkun á gengi Exista, FL Group, og SPRON heldur áfram.
Gengi bréfa Exista er nú um 65% lægra en það var hæst í júlí á síðasta ári. Verðmæti FL Group er nær þrisvar sinnum lægra nú en fyrir tæpum ári þegar gengi bréfa félagsins fó3 í 33,20.
Fjárfestar ættu því enn að fylgjast með því kauptækifærin fara að myndast.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Af hverju er enginn að tala um aðalatriðin, eru hlutabréf íslenskra fyrirtækja verðlögð í samræmi við eigið fé og væntan hagnað? Spron kostar ríflega 3 x eigið fé á meðan erlendir bankar kosta 0,5 - 1,5 x eigið fé. Mun Spron ávaxta sitt pund 2 x betur en erlendu bankarnir??? Líklega þarf að leiðrétta verð margra Íslenskra félaga enn betur!
Garðar (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.