Jón Ásgeir treystir tökin

Með brotthvarfi fjárfestingarfélagsins Gnúps úr hluthafahópi FL Group hefur Jón Ásgeir Jóhannesson þétt tökin enn frekar á félaginu. Pálmi Haraldsson, einn nánasti viðskiptafélagi Jóns Ásgeirs, keypti stóran hluta bréfa Gnúps og er orðinn þriðji stærsti hluthafinn. Líklegt verður að teljast að ekki verði langt þangað til Oddaflug Hannesar Smárasonar, sem nú er annar stærsti hluthafinn, hverfi á braut eða minnki verulega við sig.

Eignarhald á FL Group er lykill að öflugum fyrirtækjum. FL er stærsti hluthafinn í Glitni banka með tæp 31% hlutafjár, en auk þess er Jötunn Holding, sem meðal annars er í eigu Baugs, með tæp 5%. Tryggingamiðstöðin er í eigu FL Group, að ógleymdum fasteignafélögum.

Samkvæmt hluthafalista er BG Capital - fjárfestingarfélag Baugs - langstærsti hluthafinn í FL með um 36,5%. Ef tekið er tillit til þeirra breytinga sem nú hafa átt sér stað og hverjir teljast nánir viðskiptafélagar Jóns Ásgeirs er ljóst að um 56% heildarhlutafjár í FL Group er í þeirra eigu. Þá eru taldir aðilar sem eru fjárhagslega tengdir Jóni Ásgeiri, en einnig Pálmi Haraldsson og Materia Invest ehf. sem er í eigu Kevins Stanford, Þorsteins M. Jónssonar og Magnúsar Ármanns.

Þess ber að geta að 20 stærstu hluthafar FL fara með liðlega 90% hlutafjár.

 

fl group


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Og hvað þíðir þetta.  Hvert er þitt álit á framtíð FL?

Halla Rut , 11.1.2008 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband