Fjárfestar að missa stjórn á sér

cramer2Fjárfestar hafa verið á taugum undanfarnar vikur og raunar mánuði. Skiptir litlu hvort um er að ræða hér heima eða annars staðar. Bankamenn eru einnig sveittir og taugarnar eru þandar. Þá líta menn oft til hins opinber og gagnrýna harðlega, með réttu eða röngu, stjórnun peningamála og ríkisfjármála.

Jim Cramer er þekktur fjárfestir í Bandaríkjunum og reglulegur álitsgjafi í fjölmiðlum. Cramer stofnaði ásamt öðrum The Street.com, viðamikil upplýsinga- og fréttavef fyrir fjárfesta og atvinnulífið. Hann er talinn með áhrifamestu mönnum í fjölmiðlum um fjármálamarkaðinn. Cramer er höfundur metsölubóka um fjármálamarkaðinn. Cramer er annar meðal stjórnenda þáttarins Mad Money á CNBC.

Þegar ljóst var, á liðnu ári að markaðurinn væri að stefna í djúpa niðursveiflu, missti Jim Cramer  nær stjórn á sér í þættinum og jós úr skálum reiði sinnar yfir bandaríska seðlabankann. Slóðin á myndbandið er hér, en því miður tókst mér ekki að setja það beint inn. (Kannski að einhver góðhjartaður kenni mér það).

Líklega eru margir hér á landi sem hafa samúð með Cramer.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Fengið að láni frá Jóni Steinari Ragnarssyni:

Ussussuss. Sjá nú þetta mess hjá þér. Hér skal ég kenna þér að setja inn videó.:

1. Á youtubesíðunni er reitur hægra megin við vídeóið, þar sem stendur "EMBED" Þar undir er kóði, sem þú smellir á og þá litast hann blár. Cópíeraðu þann kóða.

2. Opnaðu stjórnborðið þitt og byrjaðu nýja færslu. Þú getur skrifað hana fyrst og sett videóið inn eða öfugt. Í hægra horninu á færsluglugganum þínum stendur "Nota Html-ham" Smelltu á það.

3. Smelltu svo inn í rammann, þar sem þú villt að videóið birtist í samhengi við textann og þú sérð bendilinn blikka þar.

4. Peistaðu Embed kóðanum þar inn. Þá sérð þú runu af kóða birtast, sem virðist bara ruglingslegur texti.

5. Farðu þá aftur upp í hægra horn glugganns, þar sem áður stóð Nota Html-ham. Þar stendur nú "Nota Grafískan -ham" smelltu á það tákn og þá breytist rugltextinn í færslunni í gulann ramma, sem gefur til kynna staðsetningu myndbandsins.

Þú getur þá annað hvort klárað að skrifa færsluna eða vistað strax ef þú ert þegar búinn. Bíddu í ca. mínútu og farðu þá inn á bloggið þitt og þú munt sjá að þú ert með videó á blogginu þínu eins og fyrir einskæra galdra. :-)

Jón Steinar Ragnarsson, 11.12.2007 kl. 19:46

Ásgeir Kristinn Lárusson, 11.1.2008 kl. 09:09

2 Smámynd: Óli Björn Kárason

Ásgeir: Þakka þér kærlega fyrir.

Óli Björn Kárason, 11.1.2008 kl. 09:37

3 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ég þakka líka fyrir þessar upplýsingar - hefði auðvitað átt að vera búin að spyrja þig Ásgeir en ekki ótal aðra!

María Kristjánsdóttir, 11.1.2008 kl. 10:17

4 Smámynd: Júlíus Valsson

"Margur verður af aurum api"

Júlíus Valsson, 11.1.2008 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband