Afhverju fáum við ekki öll boðsmiða?

Umræðan um hvort eðlilegt og sanngjarnt hafi verið að Borgarleikhúsið tæki leiklistargagnrýnanda DV út af boðslista á frumsýningar er á villigötum. Raunar svo miklum villigötum að ritstjóri DV og leikhússtjóri gátu ekki skipst á skoðunum í Kastljósi nú í vikunni þannig að hægt væri að halda þræði. Það eina sem stóð uppúr þeim umræðum, var spurning 9 ára dóttur minnar: Pabbi afhverju er kallinn með kúrekahatt?

Auðvitað er það sérkennilegt að leikhús bjóði gagnrýnendum á leiksýningar. Fyrir því hefur hins vegar skapast hefð, sem ég hef ekki fram að þessu haft áhyggjur af. En þetta er eins og svo margt annað í heimi fjölmiðla, sem telja almenningi trú um að allt sé svart og hvítt, en starfa síðan sjálfir á mis-gráum svæðum.

En í tilefni þess að búið er taka einn frumsýningargest út af boðslista Borgarleikhússins, er vert að varpa eftirfarandi spurningum til leikhússtjóra Borgarleikhússins og Þjóðleikhússins, sem eru rekin með stuðningi okkar allra í gegnum skatta:

  1. Hverjum er boðið á frumsýningar?
  2. Hversu margir frumsýningargesta greiða sinn miða sjálfir?
  3. Hvert er hlutfall greiðandi frumsýningargesta og boðsgesta?
  4. Hvað kostar aðgöngumiði á frumsýningu?
  5. Eru boðsgestir á aðrar sýningar en frumsýningar?
  6. Hversu margir boðsgestir voru í leikhúsinu á árinu 2007?
  7. Hver (hverjir) og hvernig er tekin ákvörðun um hverjum skuli boðið sér að kostnaðarlausu í leikhús?
  8. Er sama fólkinu boðið á allar frumsýningar eða breytist boðslistinn eftir því hvaða verk er á fjölunum?
  9. Hvaða rök liggja að baki því að nauðsynlegt er talið að ákveðnum hópi sé boðið í leikhús án greiðslu?
  10. Getur það haft neikvæð áhrif á leikhúsið að afnema boðslista?

Ég velti því fyrir mér hvort hægt væri að lækka miðaverð á leiksýningar ef hætt yrði að bjóða hinum og þessum (en aldrei mér eða þér) á frumsýningar. Kannski hef ég rangt fyrir mér þegar ég held því fram að aðeins þeim sé boðið í leikhús sem hafa efni á því að borga fyrir sína miða sjálfir. Hinum, sem þurfa annað hvort að neita sér um leikhúsferð, eða telja slíkt ferðalag til munaðar einu sinni á ári (eða sjaldnar), er aldrei boðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Als

Litlu vid þetta ágæta innlegg að bæta annað en að skattgreiðendur eru jú látnir borga hundruðir milljóna á ári hverju til leikhúsanna.

Kveðja,

Ólafur Als, 11.1.2008 kl. 18:15

2 identicon

Besta spurning ,sem ég hef lengi heyrt.  Húner örugglega gott efni í blaðamann !

ESG (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 22:38

3 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Er ekki leikhúsið sama marki brennt og svo margt annað? Þ.e.a.s. að þar fá þeir frekar frítt sem helst hafa efni á því að borga. Kunningi minn sem er ofarlega í metorðastiga samfélagsins sagði mér að það væri ekki nóg með að hann væri á ótrúlega góðum launum, heldur þyrfti hann nánast aldrei að borga fyrir nokkurn skapaðan hlut. Hann sagði mér að þessi fríðindi hefðu heldur betur komið sér vel þegar ekki var jafn mikil innkoma hjá fjölskyldunni.

Snýst þetta ekki allt saman meira og minna um að fá "rétta" fólkið á "réttum" tíma á "réttan" stað, þ.e. þegar fjölmiðlar koma og mynda glansið og skartið á frumsýningunni. Hver var hvar og allt það.

Guðmundur Örn Jónsson, 12.1.2008 kl. 09:14

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég te mér það Bessaleyfi að birta þessar spurningar inni á mínu bloggi þar sem mér finnst að sem flestir ættu að fjá að sjá þær, kannski einhver sem getur svarað líka.  Ég linka um leið á bloggið þitt.

Vona að þetta sé í lagi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.1.2008 kl. 15:03

5 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Ég las athugasemdina við færslu Jennýar, er ekki eðlilegt að nokkur hluti frumsýningargesta séu boðsgestir og ég get ekki séð að nokkrir boðsmiðar breyti nokkrum sköpuðum hlut um miðaverðið til okkar hinna.

Erna Bjarnadóttir, 12.1.2008 kl. 21:57

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér hefur aldrei verið boðið eitt né neitt, ég þarf að borga fyrir allt sem ég vil sjá  Sem betur fer er það fátt.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.1.2008 kl. 03:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband