Vetraríþróttir verða æ erfiðari

Ég fór í fyrsta skipti í vetur á skíði í gær. Mætti fullur vonar og tilhlökkunar í Bláfjöll snemma um morgunin. En það var greinilega meira af vilja en getu að skíðasvæði Reykvíkinga hefur verið opnað. Magurt er varla rétt orð fyrir skíðafærið.

Því miður er það orðið þannig að það verður æ erfiðara að stunda vetraríþróttir hér á landi. En maður heldur alltaf í vonina og í upphafi vetrar var ég sannfærður um að nú kæmi snjórinn. Ég bíð enn.

Á meðan beðið er eftir afvöru snjó er hægt að stytta sér stundir við að horfa á myndbönd af þeim  sem komast í snjó. Og kannski er það á stundum sárabót að hafa gaman að þeim sem ekki eru þeir snjöllustu í snjónum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband