Björgólfur treystir tökin á Mogganum

Björgólfur Guðmundsson hefur aukið hlut sinn í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins og 24 Stunda. Ólafsfell, eignarhaldsfélag Björgólfs, hefur keypt 16,7% hlut Ólafs Jóhanns Ólafssonar, og er þar með stærsti hluthafinn í Árvakri með liðlega 33%.

Þetta kemur fram í frétt í Viðskiptablaðinu í dag. MGM, eignarhaldsfélag í eigu Straums Burðaráss er með 16,7% hlutafjár í Árvakri, en ráðandi hluthafar í fjárfestingarbankanum eru Björgólfsfeðgar. Þetta þýðir að Björgólfur Guðmundsson fer með meirihluta hlutafjár í Morgunblaðinu. Ekki er ólíklegt að enn frekari breytingar verði á eignarhaldinu á komandi mánuðum.

Hafi einhver verið í vafa um hver ráði ferðinni í Árvakri þá ætti sá vafi að hverfa með þessum fréttum. Það verður því Björgólfur Guðmundsson, sem mun ákveða hver (eða hverjir) verður eftirmaður Styrmis Gunnarssonar ritstjóra Morgunblaðsins, en hann lætur af störfum í lok þessa árs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband