Ótrúlegt fyrirtæki - ótrúlegur maður

Steve Jobs, forstjóri Apple, er að líkindum einn merkasti stjórnandi samtímans. Viðskiptatímaritið Fortune telur að hann sé í hópi 25 valdamestu athafnamanna heims. Nýja tölvan sem Steve Jobs kynnti í gær, er aðeins eitt dæmi um ótrúlega hæfileika fyrirtækis til að koma með nýjungar á markaðinn.

Fátt kætir fjárfesta meira en nýjungar í vöru og þjónustu. Apple er því eitt af eftirlætisfyrirtækjum þeirra sem stunda hlutabréfaviðskipti. Og ekki hafa fjárfestar borðið skarðan hlut frá borði. Þrátt fyrir lækkun á gengi flestra fyrirtækja síðustu daga, þar á meðal Apple, hafa bréf fyrirtækisins hækkað um 79% síðustu 12 mánuði. Hæst hefur fór gengið í 202,96 dollara á hlut 27. desember sl. en í lok dags í gær var það 169,04 dollarar. Það sem af er ári hefur gengið hins vegar lækkað um 15%.

Nýjungar hafa verið lykillinn að velgengni Apple allt frá því að Steve Jobs snéri aftur til fyrirtækisins fyrir rúmum áratug. Búist er við að hagnaður á hlut verði 5,12 dollarar á þessu ári borið saman við 3,93 dollara á liðnu ári. Á síðustu þremur ársfjórðungum hefur hagnaður á hlut hækkað um 60-85%. Tekjur hafa hækkað um 20-30%. Arðsemi eigin fjár á síðustu árum hefur verið að meðaltali rétt undir 30%.

Þó óvarlegt sé að ráðleggja nokkrum að fjárfesta í hlutabréfum þessa dagana ættu íslenskir fjárfestar að fylgjast vel með Apple á komandi vikum. Þegar óróinn á fjármálamarkaði er að baki er líklegt að hlutabréf í Apple séu betri kostur til ávöxtunar en hlutabréf í flestum íslenskum fyrirtækjum.


mbl.is Apple kynnir örþunna fartölvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Maðurinn er Igod...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 16.1.2008 kl. 09:15

2 identicon

En hvað með óheiðarlegar tilraunir Apple til að breiða yfir galla í 20" imac skjáum og mörgum MacBook og MacBook Pro?

Hvað með hið meingallaða Leopard sem setti allmargar vélar notenda á hvolf? Apple var fínt, alveg upp að því að það fór að hegða sér eins og Microsoft. Enda eru þeir með eitt stykki "class action" lögsókn á sér í bandaríkjunum.

Annars segir þetta myndband allt sem segja þarf http://www.youtube.com/watch?v=rw2nkoGLhrE .... algjör dásemd.

Annars á ég iTouch sem virkar eins og draumur (verst með itunes), og sef með hann undir koddanum mínum

Ellert (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband