Erfitt að horfa á landsliðið

Þegar illa gengur hefur alltaf verið erfitt að horfa á íslenska landsliðið í handbolta. Maður fer í vont skap og verður pirraður út í allt og alla.

Ég nam ekki eftir öðrum eins leik og gegn Svíum í gær. Vörnin var þokkaleg en sóknarleikurinn átti lítið skylt við það orð. Fyrstu 20 mínútur seinni hálfleiks eru að líkindum ömurlegustu mínútur í sögu landsliðsins í áratugi. Ekki var hægt að sjá að þar færu landsliðsmenn - andleysi var algjört.

Það er rétt hjá Ólafi Stefánssyni að leikurinn var skandall. Enginn ætlast til þess að "drengirnir okkar" hafi sigur í öllum leikjum, en allir ætlast til að þeir leggi sig fram og sýni þann karakter sem einkennir liðið á bestu stundum þess. Þann karakter verður landsliðið að kalla fram á völlinn í leikjunum gegn Frakklandi og Slóvakíu.


mbl.is Skandall að lenda tíu mörkum undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við vorum alltof hugmyndasnauðir í sókninni, boltinn gekk hægt og enginn þorði almennilega að taka af skarið. Svo var þessi gamla kempa í markinu hjá Svíunum alveg svakalegur, og vítabaninn sem kom inná hjá þeim þess á milli ekki síðri.

Maður gerði nú ekki kröfu um sigur í þessum leik frekar en öðrum, en eins og þú segir réttilega, maður gerði kröfu um að þeir legðu sig 100% fram...

Það er hinsvegar enn von, 2 leikir eftir... 

Jón Hrafn (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband