Versta vikan á Wall Street frá júlí 2002

Þegar hlutabréfamarkaðurinn opnaði síðasta föstudagsmorgun í Bandaríkjunum tóku hlutabréf að hækka lítillega, eftir að hafa verið í "frjálsu falli" í vikunni. Fjárfestar önduðu léttar, en aðeins tímabundið. Eftir að George Bush hafði tilkynnt um 150 milljarða dollara efnahagsaðgerðir (1% af vergri landsframleiðslu), til að örva efnahagslífið, tóku stofnanafjárfestar að selja hlutabréf og gengi þeirra féll hratt. Markaðurinn jafnaði sig rétt undir lok dagsins, en ekki nægjanlega.

Niðurstaðan: Versta vika á bandarískum hlutabréfamarkaði frá júlí 2002 var að baki.

Hlutabréfavísitalan S&P 500 (Standard & Poor's) lækkaði í liðinni viku um 5,4%. Vísitalan hefur ekki lækkað meira á einni viku frá júlí 2002 þegar hún féll um 8%. Nasdaq vísitalan lækkaði um 4,1% og Dow Jones um 4%.

Það sem af er ári hafa fáar fréttir glatt fjárfesta . Mikill söluþrýstingur hefur verið á hlutabréfamarkaði enda margir stofnanafjárfestar að færa fjármuni úr hlutabréfum í skuldabréf eða aðrar eignir. Gengi hlutabréfa traustra fyrirtækja, sem hafa á undanförnum mánuðum hækkað mest, hafa orðið einna verst úti.

Í dag, mánudag, draga menn hins vegar andann og reyna vonandi að ná áttum, en almennur frídagur er í Bandaríkjunum, og þar með eru fjármálamarkaðir lokaðir, til minningar um Martin Luther King.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spádómur: Á morgun, 22. jan, verður næstmesta verðfall bandarískra hlutabréfa á 20 ára tímabili.

portvaldur (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband