SPRON étur upp eigið fé fjárfesta

Fáar fjárfestingar hafa reynst verri en kaup á hlutabréfum í SPRON. Þegar sparisjóðurinn var skráður í kauphöllina 23. október síðastliðinn var upphafsgengi hlutabréfanna 18,90. Þegar þetta er skrifað er gengið aðeins 6,60 og hefur því lækkað um 65% frá skráningu.

Þeir sem keyptu hluti í SPRON á upphafgenginu hafa orðið fyrir verulegum skakkaföllum og enn verri ef þeir tóku lán til að standa undir hluta kaupanna. Allir þeir sem lögðu minna en 65% eigið fé í slík kaup skulda nú meira en nemur markaðsverði bréfanna. SPRON

Fjárfestir sem keypti hlutabréf í SPRON fyrir 10 milljónir króna og fékk til þess 50% lán (sem taldist ekki hátt veðhlutfall fyrir nokkrum vikum), skuldar nú liðlega 1,5 milljónir króna umfram markaðsvirði bréfanna. Með öðrum orðum: Allt eigið fé hefur verið étið upp og eftir stendur skuld umfram eignir.

Þetta einfalda dæmi lýsir ástandinu ágætlega. Vert er að taka fram að ekki keyptu margir hluti í SPRON á upphafgengi, enda féll verðmæti bréfa sparisjóðsins strax á fyrsta viðskiptadegi. Á móti kemur hins vegar að margir fjárfestar keyptu hluti fyrir skráningu og það á miklu hærra verði og var gengið um eða yfir 24 þegar það fór hæst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Þetta sem er að gerast á hlutabréfamörkuðum, sérstaklega hvað varðar fjármálafyrirtækin, er allt hið besta mál. Menn verða að skilja að:
a) fjárfestingar af þessu tagi eru til langs tíma og,
b) enginn á að geta lifað af því einu að kaupa og selja bréf.

Það var, og er, harkaleg gagnrýi á íslensku innrásina, svo kölluðu, í Danmörku. Hún gekk út á að fárast yfir því að Íslendingar storma inn á markaðinn, kaupa upp fyrirtæki, skipta upp einingum og selja einingarnar allar fyrir sig á hærra verði en keypt var. Þessar gagnrýnisraddir hafa nú hljóðnað að mestu þar sem Danir sjá að kaup t.d. Baugs á Magazin de Nord var til langs tíma og hugsuð út frá viðskiptatækifærum. Baugs menn sáu að hægt var að reka þetta fyrirtæki á betri hátt en gert hafði verið. Taprekstri hefur verið snúið við og eitthvað raunverulega gert til að gera fjárfestinguna arðsama.

Það eitt að kaupa bréf og ætlast til að græða á því getur aldrei gengið - tölfræðilega, til langs tíma, ertu jafn líklegur að tapa á því og græða. Þú getur m.ö.o. haldið þínu og fengið útgreiddan arð af þeim fyrirtækjum sem borga hann út þegar þau það geta. Undanfarin ár hafa menn grætt, nú tapa menn. Þetta er svo augljóst og fyrirséð að ég skil ekki hvað menn eru endalaust að undrast yfir því að markaðurinn fari aftur niður. Hækkun fyrirtækja á markaði getur bara verið skírð út frá gengi fyrirtækisins og getu til að skila hluthöfum arði; allt annað er bogus hækkun og mun ganga til baka fyrr en síðar.

Þór Ludwig Stiefel TORA, 21.1.2008 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband