Mánudagur, 21. janúar 2008
Framsókn logar stafna á milli
Framsóknarflokkurinn hefur sjö kjörna þingmenn á Alþingi, en enginn þeirra kemur frá Reykjavíkurkjördæmunum. Kannski er það vegna þessa sem flestir þingmenn flokksins vilja leiða hjá sér bræðravíg milli framsóknarmanna í Reykjavík.
Ótrúlegt viðtal Egils Helgasonar í Silfri Egils síðastliðinn sunnudag, við Guðjón Ólaf Jónsson, fyrrverandi þingmann Framsóknarflokksins, þar sem hann fór hörðum orðum um Björn Inga Hrafnsson, eina borgarfulltrúa flokksins, virðist hafa kveikt ófriðarbál í höfuðborginni. Kaldur og yfirvegaður sagði þingmaðurinn fyrrverandi vera með hnífasett í bakinu frá Birni Inga og hann væri ekki sá eini. Nefndi að hægt væri að ræða við Jónínu Bjartmarz og Árna Magnússon, sem bæði eru fyrrum ráðherrar Framsóknarflokksins.
Merkilegt er að enginn fjölmiðill hefur leitað til þessara tveggja fyrrum ráðherra til að bera undir þá ummæli og ávirðingar Guðjóns Ólafs í garð borgarfulltrúans.
Ef marka má blogg- og heimasíður þingmanna sjö, virðast þeir annað hvort ekki hafa heyrt af persónulegum hjaðningavígum Björns Inga og Guðjóns Ólafs, eða þá að þeir kæra sig kollótta.
Birkir Jón Jónsson, 6. þingmaður Norðausturkjördæmis, fjallar á bloggi sínu um húsnæðismál.
Barni Harðarson, 8. þingmaður Suðurkjördæmis, fjallar um að vikan hafi verið betri hjá sér en krónunni. Bjarni hefur hins vegar rætt um málefni Framsóknarflokksins í hádegisviðtali á Stöð 2. Bjarni hefur raunar aldrei verið hræddur við erfiðar umræður.
Siv Friðleifsdóttir, þingflokksformaður og 10. þingmaður Suðvesturkjördæmis, fagnar sex ára afmæli dagbókar á heimasíðu sinni.
Magnús Stefánsson, 3. þingmaður Norðvesturkjördæmis, gerir efnahagsmálin að umtalsefni á heimasíðu sinni.
Valgerður Sverrisdóttir, fjallar á heimasíðu sinni um Félag kvenna í atvinnurekstri og húmoristann Þorstein Pálsson.
Eftir því sem ég fæ best séð eru Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins og Höskuldur Þórhallsson, 10. þingmaður Norðausturkjördæmis, hvorki með heima- eða bloggsíðu. Guðni hefur hins vegar ekki komist hjá því að ræða við fjölmiðla um ástandið.
Á heimasíðu Framsóknarflokksins er ekkert fjallað um vígin í Reykjavík. Þar er birt ræða formannsins á Alþingi um efnahagmál í síðustu viku.
Merkilegt er að enginn fjölmiðill hefur reynt að spyrja Jónínu Bjartmarz um ásakanir Guðjóns Ólafs, en hann nefndi hana sérstaklega í Silfri Egils,
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.