Margrét Sverrisdóttir á tvo kosti

Fall vinstri meirihlutans í Reykjavík er pólitískt áfall fyrir Björn Inga Hrafnsson og Framsóknarflokkinn, sem nú er dæmdur til áhrifaleysis í borgar- og landsmálum næstu árin. Að sama skapi er samstarf Ólafs F. Magnússonar og Sjálfstæðisflokksins, áfall fyrir Dag B. Eggertsson, fráfarandi borgarstjóra og krónprins Ingibjargar Sólrúnar. Sókn hans eftir varaformennsku í Samfylkingunni hefur stöðvast a.m.k. tímabundið. Vinstri grænir geta nagað sig í handarbökin fyrir að hafa ekki tekið saman við íhaldið þegar tækifæri gafst fyrir rúmu 100 dögum.

Nýr meirihluti í borgarstjórn gefur Margréti Sverrisdóttur hins vegar tvo möguleika. Hún getur tekið þá ákvörðun að standa ekki við hlið félaga síns, Ólafs F. Magnússonar, og þar með dæmt sjálfa sig til pólitísks áhrifaleysi eða hún getur tekið þátt í samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn af fullum krafti og tryggt sér meiri áhrif í stjórnmálum en hún hefur nokkru sinni haft.

Af fyrstu viðbrögðum Margrétar að dæma ætlar hún að velja fyrri kostinn. Gamall refur í stjórnmálum og faðir Margrétar hefur greinilega ekki náð að gefa henni góð ráð. Sverrir Hermannsson hefði valið síðari kostinn.


mbl.is Ólafur og Vilhjálmur stýra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Hún ætlar sér í Samfylkinguna, það er málið.

Halla Rut , 21.1.2008 kl. 22:30

2 Smámynd: Calvín

Þetta er búið að vera sorgarsaga hvernig borgarfulltrúar hafa stjórnað borginni frá síðustu kosningum. Þar er enginn flokkur undanskilinn. Heldur þetta fólk að það megi leika sér með þessum hætti með tiltrú og skattfé almennings. Myndun þessa nýja meirihluta er Sjálfstæðisflokknum ekki samboðið. Þó hefndin sé sæt þá er ekkert sem réttlætir þennan skrípaleikur. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vakna upp með timburmenn á morgun.

Calvín, 21.1.2008 kl. 22:50

3 identicon

Calvín átti Sjálfstæðisflokkurinn að sitja hjá og horfa upp á vonlausan og stefnulausan meirihluta vinstrimanna keyra borgina inn í enn eitt stöðnunar og skuldatímabilið án þess að gera nokkuð í því?

Menn geta verið missáttir við þann meirihluta sem nú er við völd en persónulega þá vil ég frekar hafa menn undir stýri sem vita hvert þeir eru að fara.

Hvað varðar Möggu þá efa ég að hún sé það vitlaus að fara í samfylkinguna en ég skal svo sem ekki segja hún óttarlegt ólíkindartól. 

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 22:56

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Óli, sagan endurtekur sig. Magga var erfðaprinsessa í FF og lét spana sig upp í að skora sjálfsmörk, stuttu fyrir kosningar,  rétt í þann mund þegar gatan virtist bein og breið fyrir hana. Vilhjálmur, ég er ósammála þér, hún er alls  ekki ólíkindatól, hún er þvert á móti fyrirsjáanleg og fer í Samfylkinguna.

Sigurður Þórðarson, 21.1.2008 kl. 23:22

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Hárrékt ályktun, Óli Björn, hún Margrét virðist hafa valið fyrri kost þinn í sjónvarpinu, þar sem hún fylgdi Samfykingunni í hverju skrefi. En þar á hún ekki heima. Minnir mig á ástandið í kvikmyndinni „No Man's land“.

Ívar Pálsson, 22.1.2008 kl. 00:39

6 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Ég skil ekki hvað menn eru að leggja áherslu á þetta flugvallarmál.  Það er fullkomið ekki-mál á þessari stundu.  Það er einfaldlega í veðurfarsrannsóknarfasa og verður út kjörtímabilið og vel það.  Sjálfstæðismenn eru því ekki að fórna nokkrum sköpuðum hlut í flugvallarmálinu því það gat hvort eð er ekkert gerst í því á þessu kjörtímabili.  Mér er óskiljanleg þessi áhersla á þetta ekki-mál.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 22.1.2008 kl. 02:04

7 identicon

Sjálfstæðismenn voru greinilega tilbúnir að selja sig eins og hverjar aðrar gleðikonur til þess að ná meirihluta, þar með talið að afhenda Ólafi borgarstjórastólinn þótt flokkurinn hafi aðeins verið með um 10% fylgi. Það er augljóst að sjálfstæðismenn hefðu verið tilbúnir að styðja hvaða málstað sem er og hvaða málefni sem er til að komast aftur til valda. Og það með Villa sem er gjörsamlega rúinn öllu trausti almennings eftir frámunalegu uppákomur og gleymskuköst á Alzheimer stigi í REI málinu. Ólafur er auðvitað engu skrárri og fer í flokk með Birni Inga hvað tækifærismennsku og óheilindi varðar.

Þessi gjörningur varpar enn og aftur ljósi á hve dapurleg siðferðiskennd íslenskra stjórnmálaflokka er og nánast óskiljanlegt að venjulegt fólk skuli hafa geð í sér til að styrkja stjórnmálaflokkana eða gerast flokksbundið eins og varðhundar kringum siðlausa stjórnmálamenn. Sérstaklega þá sem eru tilbúnir að selja sig eins og h** á götuhorni fyrir hæstbjóðanda. 

Það hlýtur a.m.k. að vera lágmarkskrafa borgarbúa að þeir fái að ganga til kosninga aftur og kjósa upp á nýtt eftir allar þær uppákomur sem verið hafa síðan síðustu kosningar voru haldnar. Það er vægast sagt dapurleg tilhugsun að þurfa að búa við stjórn flokka sem skilja ekki hvað átt er við með siðferði í stjórnmálum, heldur samþykkja og leggja kapp á tækifærismennsku, heimskuleg vinnubrögð og útvatnaða málefnaskrá. 

Babbitt (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 09:05

8 Smámynd: Bumba

Ég hef einhversstaðar sagt í athugasemd í fyrradag held ég að Samfylkingin er eins og hver önnur ruslakista fyrir pólitíska flakkara, yrði ekki hissa þó að hún, (Samfylkingin) myndi bjóða Björn Inga Hrafnsson og Margréti Sverrisdóttur velkomin í flokkinn, annað eins hefur nú skeð þegar maður lítur á feril sumra þeirra sem þann flokk fylla. Með beztu kveðju.

Bumba, 22.1.2008 kl. 12:45

9 identicon

Er þá minnihluti almennt algerlega áhrifalaus - hvar sem hann er?  Hvaða tilgangi þjónar þá viðvera minnihluta á Alþingi, borgarstjórn, sveitarstjórnum eða hvar sem er.  Væri þá ekki eins gott að senda það ágæta fólk til einhverra skilvirkra starfa?

Hvaða endemis rugl er þetta? 

Alma Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband