Þriðjudagur, 22. janúar 2008
Erfiður dagur
Nú þegar markaðir hafa opnað í Bandaríkjunum þá benda fyrstu mínútur til þess að dagurinn verði erfiður og að það reyni á taugarnar á fjárfestum. S&P 500 hefur fallið um 32 punkta, en á síðustu mínútum hefur vísitalan verið að hækka.
Sömu sögu er að segja af Nasdaq, sem féll strax í upphafi viðskipta en gerir tilraun til að ná sér á strik.
Það á eftir að koma í ljós hvort vaxtalækkun bandaríska seðlabankans muni virka eins og að er stefnt, en öllum að óvörum lækkaði bankinn vexti í dag. En þrátt fyrir vaxtalækkun og þrátt fyrir tilkynningu ríkisstjórnarinnar í Washington um 150 milljarða dollara efnahagsaðgerðir í formi skattalækkunar, eru markaðsaðilar ekki sannfærðir.
Allt þetta þýðir aðeins eitt: Enginn einstaklingur á að kaupa hlutabréf í dag eða a.m.k. næstu 3-5 daga. Svo einfalt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Stundum er einmitt tíminn til að kaupa þegar enginn vill kaupa:) En auðvita er áhættusamt að kaupa núna. Aldrei að grípa fallandi sverð.
Reyndar eru hlutabréf mjög ódýr í dag á P/E mælikvarða, hægt að kaupa mjög góð félög á um og undir 10. Var að lesa fréttabréf frá reyndum ráðgjafa sem mælir með eftirfarandi bréfum: ESRX, FSLR, MON, MOS og NOV. Hann segir reyndar að næstu mánuðir eigi líklega eftir að vera mjög sveiflukenndir en grunngreining fyrirtækja er almennt sterk um þessar mundir og miklu sterkari en t.d. þegar fallið var árið 2000.
Þorsteinn Sverrisson, 22.1.2008 kl. 21:49
Þorsteinn, ég verð bara að skjóta aftur út nú sögufrægri tilvitnun greiningardeildar LÍ frá um Kaupþing frá 5. nóv sl.:
Kaupthing’s price multiples are not unattractive at current market price, its P/E ratio for this year is 10.7 and 10.4 for 2008. Our valuation of Kaupthing gives a fair value of 1150 and we recommend investors hold their shares in the company.
En þetta er auðvitað vatn undir brúna núna, enda komnir 67 dagar síðan. Eða kaupir maður hlutabréf til langs tíma?
Ívar Pálsson, 22.1.2008 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.