Miðvikudagur, 23. janúar 2008
Sjötti dagurinn í röð
Allt bendir til að dagurinn í dag verði sjötti dagurinn í röð þar sem S&P 500 hlutabréfavísitalan fellur. Óvænt vaxtalækkun bandaríska seðlabankans og 150 milljarða dollara efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar virðast hafa lítil áhrif. Hlutabréf snarféllu strax við opnun markaðar, en hafa síðan rétt nokkuð úr kútnum.
Hlutabréf í traustustu fyrirtækjunum virðast í frjálsu falli. Gengi Apple hefur t.d. lækkað verulega það sem af er degi enda eru stofnanafjárfestar að selja bréfin. Nú fyrir stundu var gengi bréfanna undir 137 dollurum á hlut sem er nær 33% fall frá því þau fóru hæst undir lok síðasta árs. Þrátt fyrir að afkoma Apple á síðasta ársfjórðungi hafi verið umfram væntingar, þá urðu fjárfestar fyrir vonbrigðum með áætlaða afkomu á komandi mánuðum. Hagnaður á hlut jókst um 54% og sala var 36%. En fjárfestar vilja meira og hafa áhuga á framtíðinni fremur en fortíðinni. Apple er ekki eina dæmi.
Einstaklingar sem huga að kaupum í hlutabréfum ættu að halda að sér höndum á næstu dögum á meðan óróinn gengur yfir. Hvort það tekur daga eða vikur veit hins vegar enginn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.