Nær 29 milljarðar á dag

Markaðsverðmæti íslensku bankanna og fjárfestingarfélaga hefur lækkað um 435 milljarða króna frá lokum síðasta árs. Þetta þýðir að á hverjum viðskiptadegi, þar sem af er ári, hafi um 29 milljarðar króna að jafnaði verið étnir upp.

Svo virðist sem verðfall á íslenskum hlutabréfamarkaði sé nokkuð meira en á öðrum mörkuðum, en þegar þetta er skrifað hefur S&P 500 vísitalan í Bandaríkjunum lækkað um 33 stig og er þetta sjötti dagurinn í röð sem lækkun verður. Hlutabréfavísitölur hafa ekki fallið jafnmarga daga í röð frá apríl 2002.

Bankarnir

Hlutabréf Exista hafa orðið illa úti það sem af er ári og bréf í SPRON eru í frjálsu falli allt frá því að kaup voru skráð í október síðastliðnum. Hlutabréf í Glitni hafa hins vegar staðið sig "best" þar sem lækkunin er um 14%.

Allt bendir til þess að mjög sé að hægja á efnahagslífinu hér á landi eins og víða annars staðar. Í þeirri stöðu hlýtur ríkissjóður að huga að aðgerðum a.m.k. með lækkun opinberra gjalda. Því miður hefur lítið heyrst frá forsætis- og fjármálaráðherra á sama tíma og ólgan vex og óvissan verður meiri. Slíkt getur vart gengið til lengdar.

 

 


mbl.is Lækkun Úrvalsvísitölunnar 20,1% frá áramótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband