Sunnudagur, 27. janúar 2008
Fjárfestingartækifæri
Á tímum óróa á fjármálamörkuðum leita fjárfestar eftir öruggu skjóli til að ávaxta peningana sína. Og fátt er um fína drætti þegar efnahagslíf heimsins berst við samdrátt. Nýr meirihluti í borgarstjórn gefur hins vegar vonir um ný tækifæri.
Fjármálaráðgjöf dagsins er: Kaupið hjall eða niðurnýtt hús við Laugaveginn á meðan núverandi meirihluti í borgarstjórn heldur velli.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég minnist þess að ganga niður Laugarveginn með vini mínum frá Kanada, hann átti japanskan föður og íslenska móður frá Winnipeg. Maðurinn horfði á mig þegar við komum í Bankastrætið og viðurkenndi að nú loksins vissi hann af hverju amma hans fór frá Íslandi. "Þessi borg er sú ljótasta sem ég hef séð" sagði hinn íslenski Dr. prófessor Hozisaki sem síðan þá hefur frekar valið að heimsækja smábæina úti á landi þegar hann þá nennir að koma hingað á annað borð.
Laugarvegurinn er ljótur og verður greinilega ljótur, var gerður ljótari af R listanum með þessum grænu óþörfu súlum við götuna, með handahófskenndum nýbyggingum, án arkitektúrs svo ekki sé talað um kofana sem nú á að borga 600 miljónir fyrir.
Hvaða 19. aldar mynd er verið að varðveita ? Eigum við enn að ganga þarna um með hor í nös og lúsug til þess að sýna raunverulegt líf á Íslandi á 19. öld ?
Í Gdansk t.d. voru flest hús endurreist eftir stríð. Þar er gríðarleg glæsileg menning í húsum, saga sem einkennist af stolti og glæsileika en ekki eymd og volæði. Þar, við aðaltorgið, er hvert einasta hús 600 milljóna kr. virði og þangað streymir fólk til þess að upplifa 16. öldina jafnvel.
Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 15:26
Frábær hugmynd hjá þér, Óli Björn. Gott skot líka á núverandi meirihluta.
Hvað varð um þá stefnu Sjálfstæðisflokksins að láta hinn frjálsa markað ráða uppbyggingu húsa?
Mér sýnist Vilhjálmur, borgarstjóri með hléum, hafa gengið manna fremst í því að láta borgina vasast í uppbyggingu miðbæjarins, sem atvinnulífið á alveg að geta ráðið við.
Theódór Norðkvist, 27.1.2008 kl. 20:58
Vilhjálmur er ekki Sjálfstæðismaður fyrir fimmaura, a.m.k. hegðar hann sér að flestu leyti eins og hann væri VGisti eða Samfói. Honum var örugglega plantað á sínum tíma inn í Sjálfstæðisflokkinn af vinstrimönnum til að valda flokknum sem mestum skaða.
Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.