Leikmenn West Ham vilja hærri laun

Bjoggi og EggertBjörgólfur Guðmundsson, eigandi West Ham, hefur gefið skýrt til kynna að ekki verði um launahækkanir að ræða hjá leikmönnum. En ef marka má umfjöllun í enskum miðlum, er ekki víst að hann nái að standa gegn kröfum allra leikmanna.

Óánægja virðist vera meðal leikmanna úrvalsdeildarliðsins í kjölfar þess að Eggert Magnússon, sem látið hefur af störfum hjá félaginu, keypti Freddie Ljungberg og Craig Bellamy en sá fyrrnefndi er sagður vera með nær 80 þúsund pund á viku sem er margfalt það sem hann hafði hjá Arsenal. Raunar munu kaupin á Ljungberg og samningurinn við hann hafa verið "banabiti" Eggerts Magnússonar hjá West Ham.

Frá því er greint að margir leikmenn West Ham séu mjög óánægðir með hversu launamunurinn er orðinn mikill hjá liðinu og þrýsta því á hækkun launa. Á vefsíðu breska götublaðsins News of the World er fjallað um þetta mál, en þess ber að geta að blaðið er ekki í hópi áreiðanlegustu fjölmiðla Bretlandseyja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband