Mikilvæg vika fer í hönd

Allir bankarnir munu birta afkomu sína á liðnu ári í þessari viku. Landsbankinn birtir fyrstur afkomuna eftir lokun markaðar í dag. Glitnir kynnir afkomu liðins árs á morgun sem og Straumur Burðarás. Kaupþing birtir afkomuna á fimmtudag sama dag og Exista, sem jafnframt er stærsti hluthafi bankans. FL Group leggur spilin á borðin 13. febrúar næstkomandi.

Mikil eftirvænting er vegna uppgjörs bankanna og bíða fjárfestar milli vonar og ótta. Hvernig afkoma þessara fyrirtækja var í reynd á síðasta ársfjórðungi síðasta árs mun hafa mikil áhrif á það hvernig hlutabréfamarkaðurinn þróast á komandi vikum og mánuðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Staðan á áramótum skipti vissulega máli, en síðan féll markaðsvirði bankanna hrikalega fyrstu vikuna eftir þann uppgjörsdag. Markaðurinn hlýtur að hafa gert ráð fyrir slæmum 4. ársfjórðungi, þannig að ekki þarf endilega að vera að uppgjörin breyti neinu um hlutabréfaverð, nema þá t.d. að óvæntar afskriftir eða aðrar uppákomur birtist þessa daga. Það er rétt, fjárfestar hljóta að bíða á milli vonar og ótta.

Ívar Pálsson, 28.1.2008 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband