Þriðjudagur, 29. janúar 2008
Rétt að afskrá félagið
Viðskipti með hlutabréf Flögu eru takmörkuð og því er verðmyndun þeirra í raun engin. Það er því fullkomlega vafasamt að slá því upp að bréfin hafi hækkað um 56% í dag líkt og um "alvöru" viðskipti á markaði sé að ræða.
Sé litið til viðskipta með bréf Flögu þá voru 40 viðskipti alls að fjárhæð liðlega 13,6 milljónir króna. Fyrstu viðskipti voru á genginu 0,70 - þ.e. hver króna nafnverðs var á 70 aura. Aðeins viðskipti fyrir 378 þúsund krónur voru á hæsta verði en alls námu viðskipti á genginu 1,00 eða hærra tæpum 7,6 milljónum.
Sé litið á þróun á gengi bréfa í Flögu kemur í ljós að sem fjárfestingarkostur hafa þau verið afleit. Í lok ágúst 2006 fór gengi þeirra hæst og var 4,20, en frá þeim tíma hefur gengið verið í frjálsu falli, fyrir utan litla hækkun í desember sama ár, en 13. desember voru mestu viðskipti með bréf félagsins á einum degi eða 112,7 milljónir.
Flaga er dæmi um félag sem helstu hluthafar hljóta að hugleiða að taka af markaði. Verðmyndun með bréfin er í raun engin og því hlaupa fjölmiðlar til með fyrirsagnir eins og mbl.is gerir að þessu sinni.
Bréf Flögu hækkuðu um 56% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.