Fimmtudagur, 21. febrúar 2008
Orð "starfsmanns á plani" vega aldrei þungt
Ekki skil ég þetta upphlaup sem orðið hefur vegna skrifa Össurar Skarphéðinssonar um Gísla Martein Baldursson. Vissulega eru skrifin ósvífin og rætin. Slegið er undir belti. En skipta orð "starfsmanns á plani" í raun einhverju? Varla.
Össur Skarphéðinsson hefur sjálfur lýst sér sem áhrifalitlum stjórnmálamanni, enda var honum spáð pólitískum dauða eftir harða baráttu við svilkonu sína um formennsku í Samfylkingunni árið 2005. Á aðfangadag jóla - fyrir rétt tveimur mánuðum - skrifaði Össur eftirfarandi á heimasíðu sína, kannski í vonleysi og depurð:
"Ég hef stundum velt fyrir mér hlutverki mínu í ríkisstjórn Íslands. Ég er ekki forsætisráðherra og hugsanlega er það galli minn sem stjórnmálamanns að mig hefur aldrei langað til þess. Ég er ekki utanríkisráðherra og get því ekki haft nokkur áhrif á gang heimsins. Ég er líka búinn að uppgötva síðan í maí að hið falda vald liggur í fjármálaráðuneytinu. Þar hef ég bókstaflega engin ítök heldur - þó slitna, úrsérgengna kólumbíska skjalataskan mín sé túlkuð sem stöðug umsókn um það embætti. Hvað er ég þá?Það rann upp fyrir mér meðan ég sat og horfði á Næturvaktina í haust. Ég er starfsmaður á plani!"
Pistill Össurar ræddur á þingflokksfundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:15 | Facebook
Athugasemdir
Ég er sammála þér Óli Björn, það er eitthvað brjóstumkennanlegt við þessi skrif.
Ragnhildur (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 10:30
Fellibylur í fingurbjörg.
Róbert Trausti Árnason (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 10:38
Ritgleðin bar skynsemina ofurliði.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.2.2008 kl. 11:16
Það er bara vonandi að hann hafi verið blindfullur því þá er til einhver "normal" skýring á þessari ósvífni af manni í hans stöðu. En ef hann hefur ekki verið það, er það læknisskoðun sem mér dettir helst í hug...t.d. að hann þyrfti að fá tíma hjá einhverjum geðlækni...en ég vona hans vegna að hann hafi bara verið á fylleríi svo það séu eðlilegar skýringar á þessu..
Óskar Arnórsson, 21.2.2008 kl. 11:30
Hann hefur þó allavega húmor fyrir sjálfum sér þó að fáir virðist hafa húmor fyrir honum, allavega ekki þessa dagana
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 21:35
Þetta er VÆL í íhaldinu. Um leið og það er skitið á þeirra hreiður verður allt brjálað í Valhölll og nágreni. Mörg voru orðin látin falla í garð Björns Inga á sínum tíma og þar á meðal Sigurði Kára sjálfum sem sagði að það væri "leitun að spilltari manni í politík". Ég held að sjálfstæðisflokkurinn ætti að hætta þessu væli ellega mun fylgi þeirra rírna enn þá meira í framtíðinni en raun ber vitni.
Brynjar Jóhannsson, 22.2.2008 kl. 00:31
Þú kannt kannski söguna af bræðrunum á Króknum sem unnu saman á verkstæði, annar var verkstjóri. Einn daginn sagði sá "lægra" setti í kaffitímanum "jæja", hinn hljóp upp á nef sér og svaraði "þú átt ekkert að segja jæja, það er ég sem segi jæja hér". Er þetta allt spurning um hver megi segja jæja og kannski tóninn í jæjanu?
Kristín Dýrfjörð, 22.2.2008 kl. 01:52
Átökin í Sjálfstæðisflokknum eru að skaða hann. Fólk sýnir allt annað en greind eins og það lætur, og langt er síðan almenningur hefur upplifað svona barnalega atburðarrás eins og Sjálfstæðisflokkurinn er að presentera í fjölmiðlum.
Sennilega hefði Vilhjálmur þurft meiri reynslubolta með sér í borgarstjórn.
Því grípur forustan ekki inn í málið áður en það skaðar okkur meira.
Vilhjálmur ber ekki einn ábyrðgina á klúðrinu í kringum REI og HS. Hann ber samt ábyrgð eins og allir hinir.
Bráðabaninn, Össur vill greinilega standa með sýnum stuðningmönnum og telur eðlileg stjórnsýsla að FL group hafi eitt fyrirtækja átt að fá aðgang að auðlindinni án útboða og án innra eftirlits á fyrirtækinu sjálfu. Jafnvel viðvaningar í viðskiptum hleypa ekki meðeigendum að rekstri án þess að kanna í kjölinn eigna og skuldastöðu viðkomandi.
Fl group er illa statt fyrirtæki en það viriðist ekki skipta Össur máli. Hann vælir eins og deyjandi mávur í blóði sínu á tjarnarbakkanum þar sem hann vildi sjá útrásarglæframenn fara með almenningseigur eins og þeir einir ættu þær.
Það var rétt hjá fólki að stöðva þennan gjörning en það er rangt að einkavæða ekki þekkingarauðlindina sem hér er að finna!!
Það er í lagi að gera það á þann hátt að almenningur skilji og það er alls ekki of seint. Innra eftirlit á þeim fyrirtækjum sem eignast orkuútrásina ætti í það minnsta að vera eitthvað. Jón Ásgeir sagðist sjálfur, undrandi á afkomu FL group, að staðan kæmi sér á óvart....
Hann var jú stjórnarformaður sjálfur!! Það hefði orðið stórslys hefði þessi gjörningur gengið í gegn og Svandís og sjálfstæðir sjálfstæðismenn eiga vissulega heiður skilinn en hvað gerðist svo, for crying out loud ?
HS þarfnast innra eftirlits strax. Þar liggja margir dauðir mávar í blóði sínu og hafa ekkert með Gísla Martein að gera.
Er ekki farsælast að fara að ráðum Davíðs, nú sem endranær.
Ég er hinsvegar viss um að sexmenningarnir eru bara fjórir í dag ef ekki bara þrír. Mér sýnist ég sjá það í spilunum.
Kjartan er að standa sig gríðarlega vel sem og Júlíus og Gísli Marteinn í valdabaráttu við Hönnu Birnu! Hvað næst ?
Enginn í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðismanna er vænlegur borgarstjóri að mínu mati eftir sirkus undanfarinna daga.
Er ekki einhver reynslubolti til í að skerast í erfiðan seinnihálfleik ? Það er að segja ef Villi liggur í blóði sínu á tjarnarbakkanum, sem ég vona að hann geri ekki!
Annars var grein Svandísar Svavarsdóttur í Fréttablaðinu í dag frábær og ætti að koma Stuðmanninum Jakobbi Frímanni út úr því ömurlega öngstræti sem hann hefur verið í lengi.
Svandís vonandi er Össur næstur á svarendalistanum þínum eða ert þú of nátengd Samfylkingunni. Það er vont fyrir VG að tengjast þeim spillingaröflum.
Í hvaða flokki er stuðmaðurinn aftur núna ? Mér sýnist Össur kominn í sama flokk.
Flokkur fyrrverandi “auðmannsins” og skósveina hans.
Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.