Iceland Express bregst rétt við

Mattías Imsland forstjóri Iceland Express var ekki lengi að bregðast við skrifum mínum um miður góða þjónustu flugfélagsins síðasta laugardag. Hvernig yfirmenn fyrirtækja bregðast við aðfinnslum og gagnrýni er ágætur mælikvarði á hvort menn eigi að eiga viðskipti við fyrirtæki eða ekki. Margir forstjórar fyrirtækja mættu taka Matthías sér til fyrirmyndar.

Í athugasemdum við skrif mín segist Matthías ætla að sjá til þess að aðfinnslur mínar skili sér í betri þjónustu, en, en rétt er og skylt að vekja frekari athygli á þeim, en þar segir hann orðrétt: 

"Ég bið afsökunar á þessu, þetta hefur greinilega ekki verið eins og við viljum að þjónustan sé. Ég mun sjá til þess að þessar athugasemdir skili sér í betri þjónustu. Vona að þú gefur okkur annan möguleika á að sanna fyrir þér hvað við stöndum fyrir.

Matthias Imsland

Forstjóri Iceland Express"

Það er því aldrei að vita nema við hjónin gerum aðra tilraun og skreppum til London.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband