Eru þeir betri en við hin?

Bjarni Benediktsson – okkar fremsti og heiðarlegasti stjórnmálamaður – klappaði mér á kollinn í bakaríinu hjá afa, þegar ég var sjö eða átta ára: “Þú verður góður og gegn sjálfstæðismaður.” 

 

Ég man ekki eftir þessu, en í dagbókum föður míns segir að honum og afa hafi tekist með "undursamlegum" hætti að telja mér trú um að Sjálfstæðisflokkurinn væri eina leið lítillar þjóðar til sjálfshjálpar. Ég var liðlega tvítugur þegar þeim tókst þetta að fullu. Í tæpan aldarfjórðung hélst þessi trú.

 

Mér var það ekki sérstaklega ljúft að ganga til liðs við Sjáflstæðisflokkinn 1981, en lét til leiðast vegna þess að loks væri kominn fram á sjónarsviðið maður sem hægt væri að treysta í forystu ungra manna. Geir Haarde var kjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna árið 1981, eftir tímabil þar sem Jón Magnússon, sem formaður SUS, gerði pólitík þannig að fáir ungir menn höfðu áhuga að ganga til liðs við hann og hans skoðanir. Vonandi tekst honum ekki betur til í framboði fyrir Frjálslyndaflokkinn. Jón Magnússon hefur aldrei haft aðra sannfærðingu en þá að Íslendingar eigi að þakka fyrir þá gæfu að eiga hann að syni.

 

Mér hefur alla tíð verið í nöp við menn sem telja að þeir séu betri en aðrir - þeir standa í þeirri trú að við, hinir óbreyttu, eigum að þakka þeim sérstaklega fyrir þá náð að fá að kjósa þá til forystu á Alþingi. Jón Magnússon er ekki sá eini sem er þessu marki brenndur, því miður.

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Als

Sæll félagi,

ekki vissi ég að inngangan hefði verið þér svona óljúf - og það svona seint. Varst nú byrjaður mörgum árum áður að fást við "kommana" ef ég man rétt úr MA. Reyndar átti maður það til að vera hægri maður í umræðu við skólafélaga en vinstri maður við marga sér eldri, t.d. föður sinn.

Gangi þér allt í haginn - og góða ferð á Skútustaði.

Kveðja frá Danmörku,

Ólafur Als, 29.3.2007 kl. 06:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband