Föstudagur, 27. apríl 2007
Framsóknarmenn sjálfum sér verstir
Ég er einn þeirra sem hef átt erfitt að skilja gengi Framsóknarflokksins í skoðanakönnunum. Eftir 12 ára stjórnarsetu, er ljóst að flokkurinn er ekki að uppskera eins og til var sáð. Því miður virðist nýr formaður ekki ná eyrum og athygli almennings, sem er slæmt enda sýnist mér þar fara maður sem hefur náð að samþætta þekkingu, reynslu og traust.
Ekki kæmi á óvart að Jón Sigurðsson nyti trausts mikils meirihluta þjóðarinnar ef spurt væri um slíkt í einni af þessum fjölmörgu skoðanakönnunum sem yfir okkur demlast í aðdraganda kosninga. Vandinn er hins vegar sá að kjósendur hafa ekki alltaf mikinn áhuga á að fara út að borða með þeim sem er traustur.
Framsóknarmenn hafa lengi kvartað yfir því að reynt sé að búa til andrúms sem er þeim andstætt. Kenna þeir fjölmiðlum, sjálfskipuðum stjórnmálaskýrendum og bloggurum um, auk pólitískra andstæðinga.
Mér sýnist hins vegar að Framsóknarmenn þurfi ekki mikla hjálp. Þeir eru sjálfum sér verstir.
Nefndarmenn hafi tekið fram að þeim hafi verið ókunnugt um tengsl Jónínu og umsækjandans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:12 | Facebook
Athugasemdir
Jónína má alveg ættleiða mig, ég held bara að mamma yrði því fegin.
Björn Heiðdal, 27.4.2007 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.