Bauð forseta Rúmeníu starf

VB.is, fréttavefur Viðskiptablaðið, segir frá því í dag að Birgir Jónsson. framkvæmdastjóri hjá Kvos, hafi boðið forseta Rúmeníu starf. Þetta gerði Birgir í beinni útsendingu í rúmenska sjónvarpinu. Kvos er móðurfélag Prentsmiðjunnar Odda, og hefur á undanförnum árum verið að hasla sér völl í prentsmiðjurekstri í Austur-Evrópu.

Frétta vb.is hljóðar annars svo:

"Mikil fjölmiðlaumfjöllun hefur verið í Rúmeníu undanfarið í kjölfar þess að Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri erlendrar starfsemi Kvosar, bauð Traian Basescu, fráfarandi forseta Rúmeníu starf í beinni útsendingu í rúmenska sjónvarpinu. Kvos á sem kunnugt er rúmensku prentsmiðjuna Infopress.

Atvikið sem hér er vísað til kom upp þegar fréttamaður snéri sér til Birgis við opnunarathöfn í verksmiðjunni og spurði hann út í hið pólitíska ástand sem hefur verið heldur órólegt undanfarið, meðal annars vegna togstreitu á milli forsetans og forsætisráðherra Rúmeníu.

Birgir sagði við rúmenska fréttamanninn að miðað við núverandi ástand í stjórnmálum Rúmeníu væri ljóst að forsetinn þyrfti á starfi að halda. Því væri hann tilbúinn að bjóða honum starf hjá Infopress. "Stjórnmálamenn eru alltaf góðir sölumenn," var haft eftir Birgi í viðtalinu sem hefur verið gerð rækileg skil í rúmenskum fjölmiðlum. Birgir sagði að hann sæi helst starf fyrir forsetann í söludeildinni.

Þegar Birgir var spurður um áhrif hugsanlegra kosninga í landinu á starfsemi erlendra fyrirtækja og þá sérstaklega Infopress svaraði hann að bragði: "Því fleiri kosningar því meira þarf að prenta." Í samtalinu tjáði hann sig einnig um pólitískt ástand í landinu sem vakti eins og áður sagði töluverða athygli."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband