Jón Ásgeir fyrirlesari á ráðstefnu Financial Times

Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, verður einn fyrirlesara á ráðstefnu hins virta dagblaðs Financial Times.

Ráðstefnan verður haldin í Feneyjum 3.-5. júní næstkomandi og er fókusinn á munaðarvörur og -þjónustu - lúxus. Yfirskriftin er Old Luxury in New Markets; New Luxury in the Old World.

Það þykir mikil viðurkenning fyrir einstaklinga að Financial Times skuli leita til þeirra um að taka þátt í ráðstefnum sem blaðið heldur.  Frekari upplýsingar um ráðstefnuna er hægt á finna hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Financial Time!  Ja, nú er það ljótt!  Hataðasti "götustrákur" norðan Alpafjalla með fyrirlestur á fínni ráðstefnu. Skyldi Davíð vita af þessu?  Eða þessir innmúruðu og innvígðu?  Og þeim er ekki boðið.  Vita þeir ekkert hvað þeir eru að gera þessir menn í Amríku?  Sko, ég held bara að Davíð verði að taka upp símann!

Auðun Gíslason, 2.5.2007 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband