Starfar ekki í pólitík með hendur reyrðar fyrir aftan bak

Fyrir samráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur í nýrri ríkisstjórn er ekki úr vegi að lesa viðtal sem Agnes Bragadóttir átti við hana og birt var 26. júní 1994 í kjölfar þess að hún sagði af sér ráðherradómi. Jóhanna var ósátt við stefnu ríkisstjórnarinnar og þreytt deilunum við Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi formann Alþýðuflokksins.

Jóhanna var meðal annars spurð hvort henni léti illa að starfa með öðrum:

"Nei. Ágreiningur minn í ríkisstjórn, er að hluta til út af vinnubrögðum. Það gerist til dæmis einatt þannig, að það er komið að því að afgreiða þýðingarmikil mál á ríkisstjórnarfundi, að fyrst þá er málið kynnt fyrir öðrum ráðherrum en viðkomandi fagráðherra. Ég tel að menn eigi að byrja á því að ræða saman um hvernig taka eigi á málum og móta til þeirra afstöðu, hvaða áherslur eigi að leggja og hvað eigi að hafa forgang. Ég hef átt mjög góða samvinnu við ýmsa, þegar haft hefur verið samráð um mál frá upphafi. Það gengur ekki að stilla ráðherra, sem ábyrgð á að bera með ríkisstjórn, aftur og aftur upp við vegg, þegar mál eru komin á lokastig og segja, svona verður það, öðru vísi ekki. Slík vinnubrögð, sem aftur og aftur eru endurtekin, hljóta að leiða til ágreinings. Ég er viss um að menn munu staðfesta að ég er ekkert ósveigjanleg, þegar leitað er að málamiðlun. Ég hef oft staðið í því, eins og auðvitað verður að gerast í samsteypustjórnum."

Síðar í viðtalinu vitnar Agnes Bragadóttir í ummæli Jóns Baldvins þar sem hann í misskilinni spaugssemi kallaði félagsmálaráðherrann "heilaga Jóhönnu".

"Ég er ekkert heilög Jóhanna. Ég bara reyni að vinna af trúmennsku í því starfi, sem mér hefur verið treyst fyrir. Svo einfalt er það. Það er enginn ómissandi í pólitík, en ég get ekki starfað í pólitík, með hendur mínar reyrðar fyrir aftan bak, en það var það sem blasti við mér, sæti ég áfram sem ráðherra."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég held að enginn mundi sakna Jóni Baldvin, hann er orðinn þreyttur. "Heilög Jóhanna og Ljóskan í Menntamráðun"  hvílum hann.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.5.2007 kl. 22:30

2 Smámynd: Ár & síð

Það segir nú kannski sitt um íslenska stjórnarhætti að það skuli þykja fréttnæmt að ráðherra vilji ekki vera með hendur reyrðar fyrir aftan bak í starfi.

Ár & síð, 28.5.2007 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband