Kauptækifæri að myndast

Nú þegar fimm viðskiptadagar eru að baki í OMX Kauphöllinni hefur ekkert félag hækkað í verði. Þvert á móti virðist sem gengi hlutabréfa margra félaga sé í frjálsu falli. Samkvæmt yfirliti M5.is hefur gengi fjögurra félaga fallið um meira en 10% og hlutabréf níu félaga til viðbótar hafa lækkað um 5-10% frá því viðskipti hófust á nýju ári.

 

Það er því ekki furða þó það hrikti í jafnvel traustustu stoðum. En það er óþarfi fyrir alla að fara af taugum, því greinilegt er að það eru að myndast ákveðin kauptækifæri á íslenska markaðinum, ekki síst fyrir þá sem hafa forðast skuldsetningu í hlutabréfaviðskiptum.

 
Á niðurleið
HlutafélagGengi í lok dagsBreyting frá áramótum
Exista hf.15,75-20,25%
FL Group hf.12,39-14,55%
Kaupthing Bank773,00-12,16%
SPRON hf.7,96-12,14%
Icelandic Group hf.4,64-9,90%
Straumur-Burðarás13,69-9,34%
Landsbanki Íslands32,20-9,04%
Bakkavör Group hf.52,90-8,79%
Century Aluminum Company3075,00-8,21%
Føroya Banki P/F158,00-8,14%
P/F Atlantic Petroleum1882,00-7,52%
Glitnir banki hf.20,55-6,38%
365 hf2,00-5,21%
 

Frá því að gengi hlutabréf Exista fór hæst í liðlega 40 krónur á hlut í júlí á liðnu ári hefur gengið lækkað um liðlega 60%. Hlutabréfum FL Group hefur vegnað enn verr, en hæst fóru bréfin í 33,20 krónur á hlut í febrúar fyrir tæpu ári og hafa því lækkað um 63%.

 

Gengi bréfa Kaupþings fóru hæst í 1281 krónu á hlut á sama tíma og Exista. Frá þeim tíma hafa bréfin lækkað um nær 40%.

 

Hluthöfum í SPRON hefur ekki vegnað vel á markaði frá því að hlutabréfin voru skráð en meira en helmingur af verðmæti þeirra hefur gufað upp.

 

En lækkun undanfarinna vikna er tilefni fyrir fjárfesta að huga vel að samsetningu eignasafns en þó ekki síður huga að því hvort ekki sé komið að því að huga að kaupum á hlutabréfum í fjármálafyrirtækjunum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir þetta yfirlit, Óli Björn. Nú hlýtur fólk að velta því fyrir sér hvert raunverulega haldbært virði sé á bak við hvert félag. Hver er eignin? Hve mikinn hagnað er það líklegt til þess að skapa á ári? Greiningardeildirnar munu ekki segja ykkur það.

Ef fasteignaverð á eftir að falla eitthvað af viti, sem er rökrétt afleiðing ástandsins í dag, þá eiga mörg þessarra félaga eftir að halda áfram niður. Ef krónan fellur loksins, þá ættu Bakkavör og Century Aluminum að hressast. Olían hlýtur að fara að koma upp hjá færeyingunum (Atlantic Petroleum). Ég fer nú bráðum að veðja á Landsbankann. Keypti í Decode, enda fara lyfjafyrirtæki nú upp og dollarinn tekur rispu.

Ívar Pálsson, 9.1.2008 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband