Fjárfestingarsamningur við Egypta í höfn - loksins

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem ætlar sér að verða sérstakur sáttasemjari milli gyðinga og palestínumanna, hefur loksins undirritað fjárfestingarsamning milli Íslands og Egyptalands. Ég hef að vísu ekki hugmynd um hvað felst í þessum samningi en hann hlýtur að gjörbreyta aðstæðum íslenskra athafnamanna í landi faraóa.

Eftirfarandi fréttatilkynning er á vef utanríkisráðuneytisins: 

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 6/2008

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, undirritaði í dag í Kaíró gagnkvæman fjárfestingasamning Íslands og Egyptalands. Samningurinn er gerður í framhaldi af fríverslunarsamningi EFTA og Egyptalands sem gekk í gildi 1. ágúst 2007 eftir um 10 ára samningaviðræður.

Utanríkisráðherra hefur hefur í dag hitt að máli Mohamed Rashid viðskipta- og iðnaðarráðherra og Mahmoud Mohieddin fjárfestingaráðherra og situr fund og kvöldverð með Ahmed Abdoul Gheit, utanríkisráðherra Egyptalands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: J. Trausti Magnússon

Guði sé lof. Loksins eftir 10 ára samningaviðræður er þetta í höfn. Það hlýtur að vera glatt á hjalla með þeim Ahmed Abdul, Mahmoud Mohieddin og Sólrúnu við kvöldverðarborðið.

J. Trausti Magnússon, 8.1.2008 kl. 20:39

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Kleópatra is back!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.1.2008 kl. 23:29

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Þetta er kannski lykillinn að aðliggjandi svæðum, væntanlegum gullkistum Íslands: Súdan, Líbíu, Palestínu, Ísrael, Jórdaníu og Sádí- Arabíu! Auðvitað! Steingrímur Sigfússon fórnaði sér og synti í Níl forðum, kannski þeir hafi dáðst að landanum síðan.

Ívar Pálsson, 8.1.2008 kl. 23:50

4 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Eru allir búnir að gleyma Adam gamla Rutherford og píramídafræðum hans? Það er nú deginum ljósara, að svarið er fólgið í nafni utanríkisráðherra vors: SÓL - RÚN...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 9.1.2008 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband