Upprisa Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar

Nýr meirihluti í borgarstjórn er pólitísk upprisa Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, oddvita sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Fyrir liðlega 100 dögum gáfu fjölmiðlungar út pólitískt dánarvottorð fyrir "gamla góða Villa" og margir skrifuðu undir. En Vilhjálmur vaknaði upp líkt og gamli maðurinn í Chile.

Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna var lamaður eftir að hafa misst meirihlutann í Reykjavík fyrir klaufaskap og andvaraleysi. Eftir atburði gærdagsins hefur hann náð vopnum sínum aftur undir forystu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar.

Spurningum um hvort hinn nýi meirihluti haldi út kjörtímabilið getur enginn svarað fyrr en upp er staðið. Hitt er hins vegar ljóst að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er óskoraður leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í höfuðborginni og á meðan meirihlutinn stendur munu borgarfulltrúar flokksins standa þétt við bakið á leiðtoganum. Og það sem meira er, enginn mun geta gengið á hólm við Vilhjálm fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar, ef honum tekst að sigla í gegnum það sem eftir lifir af kjörtímabilinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Svo virðist að Vilhjálmur hafi ekki haft forystu í málinu heldur Kjartan Magnússon.

Hjörtur J. Guðmundsson, 22.1.2008 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband