Kolla og Samfylkingin

Kolbrún Bergþórsdóttir, blaðamaður og bókmenntarýnir, er farin að efast um að hún eigi samleið með Samfylkingunni. Í fjölmiðlapistli sínum í 24 stundum, er Kolbrún þung yfir því sem hún kallar skrílslæti á áheyrendapöllum Ráðhússins í gær.

"Það sem gerðist á áheyrendapöllum Ráðhússins í gær á lítið skylt við mótmæli. Þetta voru skrílslæti," segir Kolbrún og bætir við: "Þeir sem að þeim stóðu ættu að skammast sín, en ég efast um að þeir kunni það. Vonandi eiga þeir eftir að þroskast."

Kolbrún (Kolla) segir að hópurinn á pöllunum hafi gleymt sér í múgæsingu og hagað sér eins og óður skríll og hún bætir við:

"Þetta var ófögur sjón og vonandi á maður ekki eftir að verða oft vitni að öðru eins. Maður spyr sig hvort fulltrúum minnihlutans hafi þótt þessi ógeðfellda múgæsing í lagi. Ef þeim finnst þetta virkilega gott og blessað þá held ég að það sé varasamt að treysta þeim. Skynsamt fólk á að sjá að þetta var ekki í lagi."

Svo vill til að Kolbrún fær svar við þessari spurningu í eigin blaði. Eftirfarandi er haft orðrétt eftir Degi B. Eggertssyni, sem nú er orðinn fyrrverandi borgarstjóri eftir liðlega 100 daga á stóli borgarstjóra:

"Þarna hefur verið gengið þannig á svig við allar leikreglur svo flestum blöskrar. Það sem var hér á ferðinni var alls ekkert ofbeldi heldur stór hópur venjulegs fólks sem var mætt í hádegishléinu sínu til þess að segja sína skoðun."

Þá veit Kolla hverjum er ekki treystandi og kannski er hún um leið búin að fá svar við því hvort hún sé í réttum félagsskap eða ekki. Í niðurlagi fjölmiðlapistils síns segir Kolla:

"Samfylkingarfólk mun hafa verið fjölmennt á pöllunum þennan dag. Nú vill svo til að ég er flokksbundin í Samfylkingunni. Ef það fólk sem þarna var á pöllum er dæmigert fyrir Samfylkinguna þá er ég örugglega ekki í réttum félagsskap."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

hún hefur alltof mikið álit á sjálfri sér greyið konan. Hún ein og sér er hálfgerður blaðamannaskríll

halkatla, 25.1.2008 kl. 09:08

2 Smámynd: Ólafur Þór Gunnarsson

Ég er sammála því að um hrein skrílslæti var að ræða. Það væri ekki vinnandi vegur ef allir gerðu svona, alltaf þegar þeir væru ósáttir.

Ólafur Þór Gunnarsson, 25.1.2008 kl. 09:16

3 identicon

Ja, hérna. Ætli Kolla sé með sömu gleymskuveikina og Villi? Man hún ekki eftir sér sjálfri í mótmælum? Þá vorum við borin út.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 09:17

4 Smámynd: Jóhannes Krog

Þessi uppákoma var einhver besta "smjörklípa" sem siðvillingarnir í xD og xF gátu fengið.  Það er meiri helgislepjan sem drýpur af þessum þessu vammlausa fólki þessa dagana.

Jóhannes Krog, 25.1.2008 kl. 09:20

5 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Anna, þessi athugasemd þín er bæði ókurteis og alls ekki viðeigandi.  Svona munnsöfnuður er ekki boðlegur siðuðum konum.

Grey þýðir hundstík á mínnu fagra móðurmáli,   samanber, ur ritum vorum,   ,,Vilk ek Goð geyja, grey  þykir mér Freyja"  Þetta var ekki bara Goðgá, heldur fjölmæli hin verstu.

Kolbrún er bæði dönnuð og kurteis.  Þorir að segja meiningu sína í hvívetna og eftir því er tekið, bæði af viðhlægjendum og öðrum.

Siðaðar konur, sem ekki vilja taka upp hanskann fyrir skrílslátum eiga  ekki skilið, að vera kallaðar hundstíkur, það er jafnvel fullkeypt dónum að viðhafa slík orð um aðra, se´rlega þá, sem ekki hafa neitt gert, til að verðskulda slíka nafngift.

Athyglivert innlegg í umræðuna frá Ísafirði,   þar sem tölvupóstur um boð til skrílsláta (mótmæla) var birt.

Auðvitað var ekkert skipulagt og ekkert á vegum neinna samtaka.  Ekki fara menn að halda því fram, að Dagur ljúgi banalt í beinni útsendingu.  Það væri þa´auðvitað í hið fyrsta sinnið, sem hann gerði nokkuð slíkt, jafn krúttlegur og hann er.

Miðbæjaríhaldið 

Bjarni Kjartansson, 25.1.2008 kl. 09:38

6 Smámynd: Ellý Ármannsdóttir

Kolla er himnesk

Ellý Ármannsdóttir, 25.1.2008 kl. 10:03

7 Smámynd: TómasHa

Af viðtölum gærdagsins er alveg ljóst að Svandísi fannst þetta alveg í lagi.  Þetta var svona Nei þýðir nei, en samt kannski já stemmning þarna í gær. Um leið og sagt var að allir borgarfulltrúar vildu frið, byrjaði ræða Svandísar á hvattningu og svo mátti sjá ýmsa aðila minnihlutans birtast á hæðinni fyrir neðan skælbrosandi og vinka hópnum til stuðnings.

TómasHa, 25.1.2008 kl. 10:16

8 identicon

Ég verð nú bara að segja að það gladdi mitt lýðræðishjarta að sjá allt þetta unga fólk á pöllunum í gær að mótmæla því sem ber að mótmæla. Ásamt gömlum félögum sem halda glóðinni lifandi. Við félagshyggjufólkið höfum oft þurft að mótmæla yfirgangi og andlýðræðislegum aðferðum íhaldsins og það er gott til þess að vita að því verður haldið áfram þegar á þarf að halda.

Það er alltaf soldið fyndið að heyra í miðaldra fólki sem er orðið svo ráðsett að það er alveg búið að gleyma öllu því skemmtilega, skrýtna eða skondna sem það gerði þegar það var ungt, jafnvel því að hafa tekið þátt í pólitískum mótmælum.

Ég dauðsá eftir að hafa ekki mætt þarna sjálf því þótt ég búi úti á Nesi þá er Reykjavík nú einu sinni höfuðborg okkar allra.

Bestu byltingarkveðjur, Óli minn.

Sonja

Sonja B. Jónsdóttir (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 11:53

9 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Kommúnistar verða alltaf kommúnistar.

Hjörtur J. Guðmundsson, 26.1.2008 kl. 09:04

10 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

hehe... fyndið...ég er greinilega ekki læs. Ég hélt að þú værir að tala um þann sem kallaður er KOLLA í daglegur tali manna nú um stundir.... en það var víst ekki svo.

Jón Ingi Cæsarsson, 27.1.2008 kl. 01:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband