Af fötum og framsókn

Fékk þetta í tölvupósti fyrir skömmu, en veit ekki hver er höfundur. Svona í tilefni atburða vikunnar er vert að birta þetta. Kannski að höfundurinn gefi sig fram við tækifæri eða fleiri vísur verði settar saman.

 

Æran er flekklaus öldungis mín,

engan ég svík eða blekki.

Víst eru nýju fötin mín fín

en Flokkurinn greiddi þau ekki.

 

Flestir mundu fagna því

og flokksins vaxa kraftur.

Ef að Framsókn færi í

fjósagallan aftur.

 

Situr einn á sviðnum bletti,

samherjarnir meiddir flýja,

Henti í þa hnífa setti,

og hefur ekki fundið nýja.

 

Búrhnífar standa bökum í,

svo blóðið lagar í taumum,

og Framsókn dýru fötin ný,

farin að trosna á saumum.

 

Framsóknar- er fúið brak,

flúinn Björn af velli,

En alltaf má fá annað bak,

og aðra hnífa í hvelli.

 

Ætli ég segi ekki bara,

eigi þarf að þinga,

Þó Guðjón vilji fá að fara

í föt af Birni Inga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband